- Advertisement -

Ævinlega þakklátur Katrínu og Bjarna

Trúlega er sagan um þessar 800 kr. einmitt gott dæmi um „jafnvægið“ sem Bjarni, besti vin, talaði um á Alþingi á mánudag.

Jón Örn Marinsson skrifar:

Úr því að ég á heima á Íslandi, dýrasta landi í heimi að sögn Business Insider, hlýt ég að vera þeim Katrínu og Bjarna, besta vin, ævinlega þakklátur fyrir að þau skuli hafa hækkað greiðslur Tryggingastofnunar til eftirlaunafólks um 3% um nýliðin áramót. Katrín má vera að sönnu stolt af því hvers vel henni gengur að efna sín gömlu fyrirheit um að bæta svo um munar kjör eftirlaunafólks. Í mínu tilfelli hækkar mánaðarleg greiðsla TR til mín um nær því 800 krónur. Þessar 800 kr. duga einmitt fyrir mánaðarlegri hækkun á vatns- og frárennslisgreiðslu minni til Veitna svo að segja má að ég geti verið áhyggjulaus fjárhagsins vegna út þetta ár. Trúlega er sagan um þessar 800 kr. einmitt gott dæmi um „jafnvægið“ sem Bjarni, besti vin, talaði um á Alþingi á mánudag.