- Advertisement -

Birkið loksins að taka við sér

Náttúrulegt birki er nú í framför og hefur flatarmál þess aukist um 130 ferkílómetra frá síðustu úttekt fyrir aldarfjórðungi. Þetta er fyrsta staðfesta framfaraskeiðið eftir margra alda hnignunarskeið sem hófst við landnám Íslands þegar talið er að birkið hafi þakið 25% landsins. Mikill munur er á milli landshluta og er aukningin mest á Vestfjörðum. Unnið hefur verið að endurkortlagningu náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs á Íslandi undanfarin fimm ár.

Endurkortlagningu náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs á Íslandi er lokið og nú liggja helstu niðurstöður hennar fyrir.  Þær munu marka tímamót í sögu íslenskra skóga frá landnámi því segja má að hnignun þeirra sem hófst við upphaf byggðar í landinu sé nú lokið og birkiskógarnir farnir að breiðast út á ný.

Í tengslum við kynningu niðurstaðnanna hefur skóglendisvefsjá Skógræktar ríkis­ins verið uppfærð á vef stofnunarinnar. Skóglendisvefsjáin sýnir allt skóglendi sem upplýsingar eru til um á Íslandi, bæði náttúrlegt birkiskóglendi og ræktaða skóga. Smellið hér til að skoða vefsjána.

Niðurstöðurnar verða kynntar Sigrúnu Magnúsdóttur, ráðherra umhverfismála, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13 á fundi sem haldinn verður á Rannsóknastöð skóg­ræktar, Mógilsá í Kollafirði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá frétt á vef Skógræktar ríkisins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: