- Advertisement -

Bjarkey braut lög, segir Davíð

„Fátt bend­ir til ann­ars en að Bjarkey arftaki henn­ar hafi einnig virt lög að vett­ugi til þess að ná fram póli­tísk­um mark­miðum.“

Davíð Oddsson.

Stjórnmál Leiðari Moggans er um vantraustið gegn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Upphafsdagar hennar sem ráðherra hafa aldeilis verið henni erfiðir. Hún stóð af sér vantraust stjórnarandstöðunnar. Jón Gunnarsson var eini stjórnarliðinn sem kaus ekki með ráðherranum.

Ritstjóri Moggans skrifar um vantraustsmálið og þar segir meðal annars:

„Varla leik­ur minnsti vafi á að embætt­is­færsla Svandís­ar Svavars­dótt­ur varðandi hval­veiðar í fyrra var ólög­mæt. Fátt bend­ir til ann­ars en að Bjarkey arftaki henn­ar hafi einnig virt lög að vett­ugi til þess að ná fram póli­tísk­um mark­miðum, sem vel að merkja eru ekki í sam­ræmi við mál­efna­samn­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Gangi ráðherra gegn stjórn­arsátt­mála er það aðeins póli­tískt inn­an­hússvanda­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en fari hann á svig við lög í embætt­is­færslu sinni varðar það Alþingi ef ekki dóm­stóla. Og stjórn­skip­un­in öll hvíl­ir á því að þingið geti treyst því að ráðherra segi því satt.“

Hversu margir ráðherrar ætli hafa sagt þinginu ósatt? Það getur ekki nokkur maður talið. Allt er þetta hin mesti skrípaleikur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: