- Advertisement -

„Fávitar geta fengið háskólagráðu“

Alfa Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi er hugsi yfir kröfunni um að menntun verði metin til launa:

„Óvinsæl vangavelta. Forysta BHM o.fl. krefst þess að menntun sé metin til launa. 

1. Þegar annar hver maður er kominn með háskólagráðu, er þá ekki skv. markaðslögmálum búið að gjaldfella menntun.

2. Ég hef unnið með frábæru starfsfólki sem ekki er með háskólamenntun -og sömuleiðis með háskólamenntuðu fólki sem stóð sig engan veginn í starfi. Jafnvel fávitar. Já, fávitar geta fengið háskólagráðu.

3. Röksemd BHM o.fl. eru þau að háskólamenntað fólk verði að fá betri laun til að vega upp á móti launatapi á meðan nám er stundað. Þeir sem fara fyrr út á vinnumarkað í stað langskólanáms fórna kroppnum sínum, vinna lengur og fá að kenna á því seinna á ævinnu sökum lengri vinnuævi. Það mætti jafnvel leiða að því líkum að lífslíkur þessa fólks séu minni.

4. Íslendingar eru menntasnobb. Bretar meta starfsreynslu nær til jafns við háskólamenntun.

Á að meta menntun til launa? Hvernig þá og hversu mikið? Af hverju?

PS. Ég er háskólamenntuð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: