- Advertisement -

Fjármálaráðherra: Ríkið stendur við það sem samkomulag sem það hefur gert

Á undanförnum árum hefur kirkjan gefið eftir milljarða af þeim tekjum sem hún þó átti rétt á frá ríkinu á grundvelli gildandi samninga.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði og Bjarni Benedtiksson svaraði um fjárhagsvandræði Þjíðkirjunnar. Byrjum á Sigmundi:

„Fjárhagsvandræði kirkjunnar hafa aftur verið til umræðu að undanförnu og eru nú orðin slík að kirkjan sér sig nauðbeygða til að selja eignir, hækka leigu og gera aðrar slíkar ráðstafanir. Þegar maður fer um landið og skoðar gamlar, fallegar kirkjur sér maður víða að þær liggja undir skemmdum. Kirkjan hefur ekki einu sinni efni á því að viðhalda og vernda þennan mikilvæga menningararf, en á undanförnum árum hefur kirkjan gefið eftir milljarða af þeim tekjum sem hún þó átti rétt á frá ríkinu á grundvelli gildandi samninga. Telur hæstvirtur fjármálaráðherra tilefni til að koma til móts við kirkjuna nú, þótt ekki væri nema með því að virða gildandi samninga og hugsanlega gera upp eða endurgreiða eitthvað af því sem kirkjan gaf eftir á sínum tíma til að aðstoða við það að fleyta ríkinu í gegnum erfiða efnahagslega tíma?“

Bjarni svaraði:

Þú gætir haft áhuga á þessum

n ég hygg að við séum sammála…

„Af hálfu ríkisins og reyndar einnig af hálfu kirkjuþings hefur verið lögð áhersla á það að ganga lengra á undanförnum árum í fjárhagslegum aðskilnaði ríkis og kirkju. Af þeim sökum þá tel ég að það myndi geta flækt aftur fjárhagslegu samskiptin ef við færum að taka upp eldri samninga og endurmeta þá með þeim hætti sem hérna er verið er að vísa til. Ég gef mér að hérna sé verið að vísa sérstaklega til þess þegar Alþingi ákvað að halda sóknargjöldunum lægri á eftirhrunsárunum og kirkjan lýsti því yfir að hún vildi sýna því skilning þegar samfélagið allt þurfti að finna leiðir til að komast í gegnum erfiðasta tímann eftir fall fjármálafyrirtækjanna. Ég deili hins vegar áhyggjum háttvirts þingmanns af því að eignir sem geyma mikil menningarverðmæti skuli liggja undir skemmdum í einhverjum tilvikum og við þurfum sem samfélag að svara því með hvaða hætti við viljum bregðast við. Það kann að vera rétt í einhverju víðara samhengi, kannski ekki eingöngu vegna kirkna, að ríkið hafi úrræði upp á að bjóða til þess að viðhalda slíkum menningarverðmætum. En ég hygg að við séum sammála um að það væri mikill skaði að því fyrir samfélagið allt ef þessi þróun héldi áfram sem hv. þingmaður er að vísa til,“ sagði Bjarni og Sigmundur bætti við:

„Ég hvet hæstvirtan ráðherra til að lýsa því afdráttarlaust yfir að þessi meira en 1000 ára grundvallarstofnun í sögu þjóðarinnar verði ekki algerlega vanrækt af hálfu ríkisvaldsins,“ sagði SDG.

Og þá kom Bjarni og sagði:

„Ég get staðfest að það stendur svo sem ekkert annað til og hefur aldrei gert en að ríkið standi við samkomulag sem það hefur gert, þar með talið þetta sem vísað er til, kirkjujarðasamkomulagið. Það er kannski óheppilegt, verð ég að segja, að það hafa verið ákveðnir liðir sem hafa sætt ágreiningi milli ríkis og kirkju, t.d. um eðli sóknargjaldanna, og við höfum rætt það oft hér í þingsal og mitt ráðuneyti svarað fleiri en einni fyrirspurn um það á hvaða forsendum við reiknum sóknargjöldin eins og við gerum. Að öðru leyti vil ég bara taka undir með háttvirtum þingmanni að við þurfum að líta eftir því að ríkið sinni sínum skyldum, m.a. að því er varðar stjórnarskrárákvæði um efnið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: