- Advertisement -

Forsætisráðherra í pólitískri friðhelgi

Katrín Jakobsdóttir var gestur í Silfrinu í gær. Enn og aftur tókst henni að einangra mál sitt við umhvefisvandann. Talaði mest um  kolefnisjöfnuð. Eins og hún gerir einatt.

Í næsta nágrenni við útvarpshúsið er eina bráðamóttaka landsins  til húsa. Kannski ekki eina, veit það ekki, hið minnsta sú langstærsta og þýðingarmesta. Þar ríkir neyð. Starfsfólk neyðist til að senda sjúklinga allt of snemma heim. Með ömurlegum afleiðingum.

Katrín þurfti ekki að svara fyrir ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Hún er á fyrsta farrými. Ekkert ónæði á því plássi.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni skilar lyklunum. En ekki völdunum.
Ljósmynd: Stjórnarráðið.

Hún gat talað um lengra fæðingarorlof, fyrirhugaðar íbúðir og hvað eina þegar hún var að tala um stöðu þeirra verst settu. Og komst upp með það.

Staða forsætisráðherra er að verða vandræðaleg. Það var stór leikur hjá Bjarna þegar hann samþykkti forgangskröfu VG við  stjórnarmyndunina. Hann afhenti lyklana. Og hélt völdunum.

Vissulega ber okkur að hafa áhyggjur af hlýnun jarðar, versnandi stöðu og það allt. En það þarf að sinna fleiru. Forsætisráðherrann hefur komið sér fyrir í pólitískri friðhelgi. Félögum hennar í ríkisstjórnin þykir það eflaust ágætt. Fólkinu sem treysti Katrínu, treysti að hún myndi færa því réttlætið, líkar ekki aum staða Katrínar Jakobsdóttur.

Viðtalið í Silfrinu í gær var vandræðalegt. Fólk beið eftir að talað yrði um neyðina í næsta húsi. Ekki  eitt einasta orð um það.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: