- Advertisement -

Heyra fjölmiðlar ekki það sem Bjarni Benediktsson er að segja?

Atli Þór Fanndal:

Geltið í sjálfstæðismönnum gagnvart Svandísis undanfarið verður endanlega staðfest sem mjálm er varðar Svandísi en þeir fengu greinilega sitt um helgina.

Jæja, um helgina skellti formaður Sjálfstæðisflokksins í status þar sem hann játaði einfaldlega að flokkurinn er hættulegur frelsi okkar allra. Nú skal þrengja að réttinum til að mótmæla, skrímslavæða hælisleitendur enn frekar og saxa duglega á réttarríkið. Allt var þetta svo saltað með fasískum minnum um helga staði og erlenda þjóðfána. Bæði er auðvitað tilbúningur.

Austurvöllur með einhverja fjandans styttu er ekki helgur staður og það er ekki og hefur aldrei verið óheimilt að flagga erlendum þjóðfánum á Íslandi. Bjarni er svo sögu- og kúltúrslaus að hann virðist gleyma því að á þinghúsinu eru dönsk merki. Þannig að það er nú aldeilis ekki rétt að enginn komist upp með að flagga erlendum þjóðfánum við þingið. Hér er bara verið að búa til einhverja fasíska sýn á íslenskt samfélag sem á sér ekki nokkra stoð í sögu né hefðum.

Það blasir auðvitað við öllum að hér hefur Bjarni reddað Svandísi með því að gefa sínum mönnum opinbert shoutout um að nú verði menn bara að hata útlendinga, tjáningafrelsið og auðvitað varnir almennings gegn yfirvöldum meira en hvali. Þannig að þið getið sparað ykkur tíma og sleppt því að lesa allar ‘greiningar’ í dag um framtíð Svandísar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi til að verja frelsi okkar allra.

Geltið í sjálfstæðismönnum gagnvart Svandísis undanfarið verður endanlega staðfest sem mjálm er varðar Svandísi en þeir fengu greinilega sitt um helgina. Algjört skotleyfi á lýðræðisnorm!

Hvað á almenningur í þessu landi að lifa lengi við það að þessi flokkur fái endalaust að útvarpa þeirri ætlan sinni að tæta í sundur réttinn til að mótmæla, tjáningar og réttlátrar málsmeðferðar án þess að fjallað sé um á nokkurn hátt? Heyra fjölmiðlar ekki það sem Bjarni Benediktsson er að segja? Má ekki fjalla örlítið um afleiðingar þess að svona hugmyndir slái upp tjaldbúðum í Valhöll?

Ég er að tala um raunverulega umfjöllun ekki afgreiðslu og endurvarp. Svona hugmyndir eru stórhættulegar og menn leika sér ekkert að fasískum eld og slökkva svo bara. Þetta er hættulegur leikur sem flokkurinn hefur einfaldlega komist upp með að leika sér að alltof lengi án þess að henni sé mætt af einhverjum vilja til að fjalla almennilega um.

Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi til að verja frelsi okkar allra. Skrif formannsins um helgina voru ekki eingöngu útlendingaandúð heldur árás og lýðræðisnorm. Þarna var ekki aðeins verið að lofa því að níðast á útlendingum heldur ætla menn að nota sér skrímslavæðingu síðustu ára til að saxa á tjáningafrelsi okkar allra.

Það er ekkert fyndið eða sniðugt við þetta. Svona valdasýki verður ekkert mettuð á því að níðast á nokkrum útlendingum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: