- Advertisement -

Hversu djúpt má Bjarni sökkva?

Flokkurinn verður að gera betur. Annars gæri svo farið að Sjálfstæðisflokkurinn yrði jafnvel þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi.

– sme

Stjórnmál Sjálfstæðisflokkurinn sekkur hægt og rólega. Vita vonlaust er að flokkurinn geti snúið sig út úr helförinni – að óbreyttu.

Flokksins vegna er augljós fyrsta aðgerð að skipta um forystu. Þolinmæðin gagnvart Bjarna Benediktssyni virðist óendanleg. Samt getur það ekki staðist. Það er óhugsandi að hinn almenni flokksmaður sættist á hraða niðurleið Bjarna & Co.

Þórdís K.R. Gylfadóttir varaformaður er lítið betri stöðu en Bjarni formaður. Þrír ráðherrar og þingmenn flokksins koma helst til greina sem næsti formaður. Það eru; Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flokkurinn verður að gera betur.

Nú virðist sem staða Guðrúnar sé einna sterkust innan flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,7 prósent. Miðflokkurinn er langt undan með 12,7 prósent. Bessastaðaræða Bjarna þótti og þykir eflaust enn nokkuð merkileg. Hann teygði sig yfir til Miðflokksins í útlendingamálum. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók þá stefnu hefur fylgið hrunið af honum, hægt og bítandi.

Flokkurinn verður að gera betur. Annars gæri svo farið að Sjálfstæðisflokkurinn yrði jafnvel þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi.

Einn viðmælenda minna sagði stöðuna ótrúlega vonda. Hann benti á að þegar Davíð fór í forsetakosningarnar og fékk 13,7 prósent. Sem þótti niðurlægjandi. Viðmælandinn benti á að „sjálfur“ væri að nálgast þá niðurlægingu.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: