- Advertisement -

Kexruglaður fjármálaráðherra?

Sigurður Ingi er þriðji fjármálaráðherrann á kjörtímabilinu. Hann er alls ekki líklegri en forverar hans til að ráða við vandann.

-sme

Fylgið hrynur af Framsóknarflokknum, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn vann fínan sigur í síðustu kosningum en fylgið fellur hratt. Rétt rúmlega þriðjungur er eftir, Flokkurinn fékk 17,3 prósent í kosningunum 2021 en mælist nú með 6,6 prósent.

Fréttastofa ríkisins leitaði til formannsins og fjármálaráðherrans Sigurðar Inga:

„Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Að auki má geta þess að Sigurður Ingi er ekki hálfdrættingur á við fjandvin sinn, Sigmund Davíð. Milfokkurinn mælist með 14,5 prósenta fylgi.

Ef þetta er réttur lestur í stöðuna hjá Sigurði Inga þá væri fylgið löngu flogið burt. Það er sem þjóðin sættist á vanmátt ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Svo merkilegt sem það nú er. Margra ára vonlaus barátta stjórnarinnar hefur engu skilað.

Sigurður Ingi er þriðji fjármálaráðherrann á kjörtímabilinu. Hann er alls ekki líklegri en forverar hans til að ráða við vandann.

Frétt RÚV: „Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður:“

„Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.““

Gera mjög marga hluti í ríkisstjórninni, segir Sigurður Ingi. Er ráðherrann kexruglaður?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: