- Advertisement -

Ráðherrar og þingmenn lifa í annarri veröld

Lífeyrir þeirra er tengdur við tekjur eins og þær eru í viðkomandi starfi.

Guðmundur Gunnarsson skrifar: Sé litið til módels Alþjóðabankans þá er kerfið þriggja stoða, og þannig hefur það verið hér á landi frá stofnum kerfisins. Fyrsta stoðin væri almannatryggingakerfið, fjármagnað af ríkinu, önnur stoðin væru lífeyrissjóðirnir, sú þriðja væri svo viðbótarlífeyrissjóður. „En nú nýverið virðist sem stjórnmálamenn hafi nálgast það þannig að lífeyrissjóðakerfið sé fyrsta stoðin og almannatryggingar, ég veit ekki hvort það má segja að það sé önnur stoð, ég myndi halda að það væri frekar núll stoð. Því það væri öryggisnet fyrir þá sem eiga ekki fjármuni í sínum sjóðum og annað til að fjármagna sig.“

Guðmundur bætir við: „Hér lifa ráðherrar og þingmenn margir hverjir í annarri veröld en almennir launamenn. Það er að segja að lífeyrir þeirra er tengdur við tekjur eins og þær eru í viðkomandi starfi og engu skiptir hvort innistæða sé fyrir því í þeirra lífeyrissjóð, mismunurinn er sóttur í ríkissjóð, á meðan það er skert hjá okkur hinum ef innistæða er ekki til staðar í okkar lífeyrissjóð. Eins t.d. hefur verið fjallað um í fréttum undanfarið þegar fjallað var um B deildina og spilverk ríkislögreglustjóra með því að setja inn í laun fasta yfirvinnu síðasta starfsárið til þess að lyfta lífeyrinum upp sem því næmi um ókomna framtíð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: