- Advertisement -

Rúinn trausti með fullar hendur fjár

Staða Bjarna Benediktsson er sérstök. Hann, sem og aðrir alþingismenn og ráðherrar, býr við mikið vantraust frá öllum almenningi. Það sýna kannanir. Traust til stjórnmálanna er óþægilega lítið.

Bjarni leiðir efnahagsaðgerðirnar vegna veirunnar og skaðans sem hún veldur. Bjarni hefur verið nefndur sem leiðtogi í baráttunni við veiruna. Það gerði Óli Björn Kárason sem skrifaði svo um formann sinn:

„Á sviði heil­brigðismála höf­um við Íslend­ing­ar eign­ast leiðtoga í bar­átt­unni við COVID-19. Íslenskt sam­fé­lag, – at­vinnu­lífið og heim­il­in – þarf sterka leiðtoga á hálu svelli stjórn­mála og efna­hags­mála.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Aðeins leiðtogi sem hef­ur safnað korni í hlöðurn­ar í góðæri hef­ur efni á að tala með þess­um hætti,“ bætti Óli Björn við.

Að alvörunni. Það er ekki heppilegt að Bjarni vinni að þessum málum. Heilt yfir er honum ekki treystandi. Hann á rætur í allt of mörg fyrirtæki sem kunna að sækja í opinbera sjóði. Þar sem Bjarni verður sjóðsstjóri. Með einum eða öðrum hætti. Allt of margir nátengdir Bjarna mun jafnvel eiga mikið undir ákvörðunum Bjarna.

Þau sem berjast gegn útbreiðslu veirunnar opna bækur sínar alla daga klukkan tvö. Leyna engu. Segja satt og rétt frá.

Þær ákvarðanir sem verða teknar um útdeilingu peninga eiga að sjálfsögðu að vera gerðar fyrir opnum tjöldum. Með daglegum blaðamannafundum alla daga. Það er eina leið Bjarna Benediktssonar langi hann að vinna sér traust meðal þjóðarinnar.

Ekki mun veita af fylgjast vel með framkvæmdinni. Sem eflaust verður falin sem mest er hægt að gera. Eins og venjan er.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: