- Advertisement -

Stéttastríð og miðlunartillögu vantar

Sigurjón M. Egilsson:

Leikurinn er ójafn. Þau efnuðu hafa forskot. Því reynir mjög á hitt fólkið. Að standa af sér allar árásir hinna.

Því miður geisar stéttastríð á Íslandi. Auðmenn gegn því fólki sem lægst hafa launin. Þetta er gott. Reyndar ótrúlega vont. Gamalkunnum aðferðum er beitt. Níði um formanns láglaunafólksins er stungið að fólki hér og þar. Alþekkt bragð úr ranni auðmanna og flokksins þeirra.

Leikurinn er ójafn. Þau efnuðu hafa forskot. Því reynir mjög á hitt fólkið. Að standa af sér allar árásir hinna. Vandséð er hvernig þetta kemur til með að enda.

Aðalsteinn Leifsson verður að teljast sá fyrsti sem steypti deilunni þangað sem hún er. Svokölluð miðlunartillaga hans var það aldrei. Þar var einungis byggt á tilboði auðmannanna. Því þarf Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, að leggja fram alvöru miðlunartillögu og sjá hver afdrif hennar yrðu.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fátt annað virðist geta hoggið á þennan rembihnút. Svona gengur þetta ekki. Ætla má að tilvist Starfsgreinasambandsins hangir á bláþræði. Sem yrði sennilega ekki til góða.

Mikið liggur á að stéttastríðinu ljúki sem fyrst.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: