- Advertisement -

Vill alls ekki að Íslandi dragist inn í svikamyllu Evrópusambandsins

Það voru mikil mistök af hálfu þessarar ríkisstjórnar að binda sig alveg við Evrópusambandslestina í umhverfismálum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Alþingi „Ég vil alls ekki að Ísland dragist inn í þá svikamyllu sem Evrópusambandið hefur sett upp í tengslum við loftslagsmálin, svikamyllu sem er aldeilis ekki til þess fallin að leysa nokkurn loftslagsvanda. Hún er fyrst og fremst ætluð til þess að ná auknum tökum, auknum völdum yfir borgurunum og leggja á þá auknar álögur, færa okkur áratugi aftur í tímann,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi.

Hann sagði að þar sé hinum tekjulægri sé refsað fyrir að leyfa sér að fara í ferðalag til útlanda, fyrir að kaupa bíl og keyra um á eigin bíl o.s.frv.

„Það er algjörlega afleitt, og ég er margbúinn að segja þetta í þessum ræðustól og víðar, að íslenska ríkisstjórnin skuli hafa látið draga sig inn í þennan óheillavagn Evrópusambandsins í umhverfismálum eða loftslagsmálum í stað þess að líta til íslenskra aðstæðna, taka mið af þeim og gera þannig miklu meira gagn í umhverfismálum en að elta ESB þar sem aðstæður eru allt aðrar og ákvarðanir eru teknar á mjög undarlegan hátt og skila litlum árangri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá hefði Ísland átti að móta sína eigin stefnu og fylgja henni í samræmi við það sem við höfðum gert áratugum saman og náð meiri árangri en nokkurt annað land í umhverfismálum. Það voru mikil mistök af hálfu þessarar ríkisstjórnar að binda sig alveg við Evrópusambandslestina í umhverfismálum. Raunar er það kannski ekki einu sinni sanngjörn samlíking því að stjórnin virðist hafa stillt sér upp fyrir framan lestina og viljað vera í fremstu röð og láta Evrópulestina ýta sér áfram hvert sem sú lest kynni að fara,“ sagði Sigmumdur Davíð, formaður Miðflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: