- Advertisement -

Vítalía alls ekki búin að jafna sig: „Ég byrjaði að svitna og ofanda og fékk bara hálfgert kvíðakast“

Vítalía Lazareva, sem sakar þá Hreggvið Jónsson, Þórð Má Jóhannesson, Arnar Grant, Loga Bergmann Eiðsson og Ara Edwald fyrir að hafa brotið á sér kynferðislega, segir enn ekki hafa jafnað sig og fær hún kvíðaköst af ótta við að þurfa að mæta þeim einhvern daginn. Þeir hafa allir stigið til hliðar frá störfum sínum eftir að Vítalía sagði sögu sína.

Nútíminn segir að Vítalía ætli sér að dvelja á Ítalíu í sumar til þess að skipta aðeins um umhverfi því málið hafi vissulega tekið á hana. Hún óttast mjög að þurfa að mæta þessum mönnum einn daginn.

„Á sama tíma og ég geri mér grein fyrir því að það muni gerast átta ég mig líka á því að ég er ekki tilbúin fyrir það. Um daginn fannst mér ég sjá einn af þessum mönnum og ég fékk bara líkamleg einkenni; byrjaði að svitna og ofanda og fékk bara hálfgert kvíðakast. Síðan var þetta ekki hann. En ég veit að ég er alls ekki búin að jafna mig þótt mér líði að vissu leyti betur en fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ segir Vítalía og bætir við:

„Ég mótaðist mjög mikið og hratt á stuttum tíma. Í dag veit ég klárlega hvað ég vil og hvað ekki. Svo veit ég líka fyrir hvað ég vil standa og að ég vil aldrei falla í sömu gryfjuna aftur. Maður byggir ekki eigin hamingju á óhamingju annarra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: