- Advertisement -

Siðgæðisvitund stjórnmálamanna er komin á sama stað og fyrir hrun

Marinó G. Njálsson skrifar:

Fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, kemur alls ekki vel út, þar sem sl. sumar var í umræðunni að hvort heldur Íslandsbanki eða Landsbankinn hefðu áhuga á að eignast TM.

Stjórnsýsla Rimman, sem er í gangi vegna tilboðs Landsbankans í TM er áhugaverð. Í öðru horninu, eins og sagt er í hnefaleikum, eru bankaráð og bankastjóri Landsbankans, sem viðurkenna að þeim kemur eigendastefna stærsta eiganda bankans ekki við og fara sínu fram, af því að þau fengu góða hugmynd, sem samt var afleit. Í hinu horninu eru Bankasýsla ríkisins og fjármála- og efnahagsráðherra, sem hafa viðurkennt að hafa vitað af málinu, hvort það var formlega eða óformlega skiptir ekki öllu, en gerðu ekkert.

Bankasýsla ríkisins er greinilega með gjörsamlega vanhæfa yfirstjórn, þar sem sitja einstaklingar sem skilja ekki hlutverk sitt. Bankasýslan vissi um mitt síðasta sumar, að Landsbankinn hafði áhuga á að bjóða í TM, en í staðinn fyrir að minna bankann á, að það bryti í bága við eigendastefnu ríkisins, þá sögðu menn ekki neitt. Hvers vegna var það? Tveir möguleikar eru í stöðunni: A. Bankasýslan var gjörsamlega sofandi á verðinum við að tryggja að bankinn færi eftir eigendastefnu ríkisins. B. Bankasýslan sá ekkert athugavert við það að Landsbankinn eignaðist TM, vegna þess að mönnum var alveg sama um eigendastefnu ríkisins eða búnir að „gleyma“ henni. Hvort sem er, þá lítur Bankasýslan ekkert allt of vel út og staðfestir trú ansi margra landsmanna, að hún sé handónýt.

Fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, kemur alls ekki vel út, þar sem sl. sumar var í umræðunni að hvort heldur Íslandsbanki eða Landsbankinn hefðu áhuga á að eignast TM. Hann hefði þá átt að ræskja sig og benda á eigendastefnu ríkisins, en eins og Bankasýslan var hann líklega búinn að gleyma henni eða var alveg sama um hana. Svo fékk hann nýtt ráðuneyti og telur sig lausan, en það er viðbragðsleysi hans sem varð til þess að Landsbankinn hélt sínu brölti áfram. Nýr fjármála- og efnahagsráðherra hafði heyrt af málinu, en vildi ekki bregðast við orðrómi. Hverju var hún þá að bíða eftir? Orðnum hlut og þar með að um seinan væri að gera eitthvað? Orðrómur eða ekki, þá gat hún hnippt í Bankasýsluna og rifjað upp fyrir sofandi stjórn og forstjóra hennar hver eigendastefna ríkisins væri.

Þá er það hitt hornið. Datt bankastjóra og bankastjórn Landsbankans virkilega í hug, að hægt væri að hefja þessa vegferð án þess að spyrja stærsta eiganda bankans, hvort honum hugnaðist hún? Taldi þetta fólk, að eigendastefna ríkisins væri bara ómerkilegt skjal sem enginn færi eftir? Ok, þeim til vorkunnar, þá eru yfirleitt stefnuyfirlýsingar ríkisstjórna bara upp á punt, en munurinn er að það eiga allir aðrir að fara eftir þeim nema ráðherrar. Landsbankinn var því í fullkomnum órétti að ganga gegn eigendastefnu ríkisins, þó svo að hvorki Bankasýslan né fjármála- og efnahagsráðherra hefðu sagt nokkuð. Að koma svo fram og segja að vilji eiganda bankans skipti ekki máli, er gjörsamlega út í hött. Síðasti bankastjóri, sem varð svona á, fékk vissulega feitan starfslokasamning, þannig að kannski er bankastjórinn að vona eftir einhverju slíku.

Ég er ekki viss um frá hvaða embætti Bjarna á að segja af sér, en klúðrið varð augljóslega á hans vakt.

Ég er ekki viss um frá hvaða embætti Bjarna á að segja af sér, en klúðrið varð augljóslega á hans vakt. Bankasýsluna á að leggja niður og hvers vegna ekki er búið að því, er rannsóknarefni. Skipt verður um bankastjórn Landsbankans á aðalfundi og reikna ég með, að þeir fulltrúar í bankastjórninni sem ætluðu sér að halda áfram muni sjá að sér og stíga til hliðar. Hvort bankastjóri Landsbankans segi upp, sem er eðlilegt í stöðunni, eða verði rekinn, skiptir ekki öllu máli, en mér sýnist sem flestir sem tjá sig um málið vilji ekki fólk sem sér ekki mistök sín, þegar allir aðrir sjá þau. Hún hefur vafalaust gert vel, en það er samt að mestu leyti vaxtastefnu Seðlabankans að þakka, já, og því að Landsbankinn eignaði sér afslætti af eignasöfnum sem færðust til bankans eftir hrun, en áttu að ganga til viðskiptavina bankans. Það þurfti enga stórkostlega stjórnunargáfur til að safna góðum hagnaði, þegar maður fékk allt upp í hendurnar.

Spilling, hroki, drambsemi. „Ég geri þetta, vegna þess að ég get þetta.“ Þetta er það sem verður skrifað á grafstein íslensks fjármálakerfis fyrr en síðar. Drambið og hrokinn er að ná sömu hæðum og á árunum fyrir hrun. Reglur stjórnvalda eru til trafala en ekki til að fara eftir. Ráðherra vilja bara sjá veisluna og taka þátt í henni. Siðgæðisvitundin stjórnmálamanna er komin á sama stað og fyrir hrun. Skömmtum öryrkjum úr hnefa, en hjálpum auðmönnum að hagnast. Í þetta sinn á að gefa eigendum Kvikubanka milljarða á milljarða ofan á sama tíma og ætlunin er að skerða kjör ákveðinna hópa öryrkja. Hversu lágt er hægt að leggjast?

Bankasýslan sá ekkert athugavert við það að Landsbankinn eignaðist TM.

Rimman, sem er í gangi vegna tilboðs Landsbankans í TM er áhugaverð. Í öðru horninu, eins og sagt er í hnefaleikum, eru bankaráð og bankastjóri Landsbankans, sem viðurkenna að þeim kemur eigendastefna stærsta eiganda bankans ekki við og fara sínu fram, af því að þau fengu góða hugmynd, sem samt var afleit. Í hinu horninu eru Bankasýsla ríkisins og fjármála- og efnahagsráðherra, sem hafa viðurkennt að hafa vitað af málinu, hvort það var formlega eða óformlega skiptir ekki öllu, en gerðu ekkert.

Bankasýsla ríkisins er greinilega með gjörsamlega vanhæfa yfirstjórn, þar sem sitja einstaklingar sem skilja ekki hlutverk sitt. Bankasýslan vissi um mitt síðasta sumar, að Landsbankinn hafði áhuga á að bjóða í TM, en í staðinn fyrir að minna bankann á, að það bryti í bága við eigendastefnu ríkisins, þá sögðu menn ekki neitt. Hvers vegna var það? Tveir möguleikar eru í stöðunni: A. Bankasýslan var gjörsamlega sofandi á verðinum við að tryggja að bankinn færi eftir eigendastefnu ríkisins. B. Bankasýslan sá ekkert athugavert við það að Landsbankinn eignaðist TM, vegna þess að mönnum var alveg sama um eigendastefnu ríkisins eða búnir að „gleyma“ henni. Hvort sem er, þá lítur Bankasýslan ekkert allt of vel út og staðfestir trú ansi margra landsmanna, að hún sé handónýt.

Fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, kemur alls ekki vel út, þar sem sl. sumar var í umræðunni að hvort heldur Íslandsbanki eða Landsbankinn hefðu áhuga á að eignast TM. Hann hefði þá átt að ræskja sig og benda á eigendastefnu ríkisins, en eins og Bankasýslan var hann líklega búinn að gleyma henni eða var alveg sama um hana. Svo fékk hann nýtt ráðuneyti og telur sig lausan, en það er viðbragðsleysi hans sem varð til þess að Landsbankinn hélt sínu brölti áfram. Nýr fjármála- og efnahagsráðherra hafði heyrt af málinu, en vildi ekki bregðast við orðrómi. Hverju var hún þá að bíða eftir? Orðnum hlut og þar með að um seinan væri að gera eitthvað? Orðrómur eða ekki, þá gat hún hnippt í Bankasýsluna og rifjað upp fyrir sofandi stjórn og forstjóra hennar hver eigendastefna ríkisins væri.

Taldi þetta fólk, að eigendastefna ríkisins væri bara ómerkilegt skjal sem enginn færi eftir?

Þá er það hitt hornið. Datt bankastjóra og bankastjórn Landsbankans virkilega í hug, að hægt væri að hefja þessa vegferð án þess að spyrja stærsta eiganda bankans, hvort honum hugnaðist hún? Taldi þetta fólk, að eigendastefna ríkisins væri bara ómerkilegt skjal sem enginn færi eftir? Ok, þeim til vorkunnar, þá eru yfirleitt stefnuyfirlýsingar ríkisstjórna bara upp á punt, en munurinn er að það eiga allir aðrir að fara eftir þeim nema ráðherrar. Landsbankinn var því í fullkomnum órétti að ganga gegn eigendastefnu ríkisins, þó svo að hvorki Bankasýslan né fjármála- og efnahagsráðherra hefðu sagt nokkuð. Að koma svo fram og segja að vilji eiganda bankans skipti ekki máli, er gjörsamlega út í hött. Síðasti bankastjóri, sem varð svona á, fékk vissulega feitan starfslokasamning, þannig að kannski er bankastjórinn að vona eftir einhverju slíku.

Ég er ekki viss um frá hvaða embætti Bjarna á að segja af sér, en klúðrið varð augljóslega á hans vakt. Bankasýsluna á að leggja niður og hvers vegna ekki er búið að því, er rannsóknarefni. Skipt verður um bankastjórn Landsbankans á aðalfundi og reikna ég með, að þeir fulltrúar í bankastjórninni sem ætluðu sér að halda áfram muni sjá að sér og stíga til hliðar. Hvort bankastjóri Landsbankans segi upp, sem er eðlilegt í stöðunni, eða verði rekinn, skiptir ekki öllu máli, en mér sýnist sem flestir sem tjá sig um málið vilji ekki fólk sem sér ekki mistök sín, þegar allir aðrir sjá þau. Hún hefur vafalaust gert vel, en það er samt að mestu leyti vaxtastefnu Seðlabankans að þakka, já, og því að Landsbankinn eignaði sér afslætti af eignasöfnum sem færðust til bankans eftir hrun, en áttu að ganga til viðskiptavina bankans. Það þurfti enga stórkostlega stjórnunargáfur til að safna góðum hagnaði, þegar maður fékk allt upp í hendurnar.

Spilling, hroki, drambsemi.

Spilling, hroki, drambsemi. „Ég geri þetta, vegna þess að ég get þetta.“ Þetta er það sem verður skrifað á grafstein íslensks fjármálakerfis fyrr en síðar. Drambið og hrokinn er að ná sömu hæðum og á árunum fyrir hrun. Reglur stjórnvalda eru til trafala en ekki til að fara eftir. Ráðherra vilja bara sjá veisluna og taka þátt í henni. Siðgæðisvitundin stjórnmálamanna er komin á sama stað og fyrir hrun. Skömmtum öryrkjum úr hnefa, en hjálpum auðmönnum að hagnast. Í þetta sinn á að gefa eigendum Kvikubanka milljarða á milljarða ofan á sama tíma og ætlunin er að skerða kjör ákveðinna hópa öryrkja. Hversu lágt er hægt að leggjast?

Greinina birti Marinó fyrst á eigin Facebooksíðu. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: