- Advertisement -

Bandaríkin láta ekkert til sveltandi fólks á Gasa – en auka framlag til Ísrael

Kristinn Hrafnsson skrifar:

Yfir milljón íbúa Gaza búa við yfirvofandi hungursneyð og dauða á næstunni.

Á sama tíma og nokkur Evrópuríki hafa byrjað aftur að styðja Palestínuaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNWRA) hefur Bandaríkjastjórn orðið illskeyttari, ákveðið að herða sína afstöðu og lögfest að ekki fari aur til samtakana þetta árið. Búist er við að Biden forseti staðfesti þetta með undirritun í dag.

Yfir milljón íbúa Gaza búa við yfirvofandi hungursneyð og dauða á næstunni. Það er verið að svelta fólk meðvitað. Í sama pakka í þinginu voru Bandaríkjamenn að skrifa upp á $3,8 milljarða dollara aðstoð við Ísrael (525 milljarðar ISK).

Þetta er að gerast í ríkinu sem við höfum undirgengist að leiði baráttu og vernd fyrir okkar gildi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: