- Advertisement -

Sigmundur Davíð heillaði ekki alla

Meðan Sigmundi Davíð er fagnað eftir heilsíðuskrif hans í Mogganum eru aðrir sem fagna ekki. Bara alls ekki. Hér eru þrjú skýr dæmi:

Llobbakarladæmið á Klaustri

Hallgrímur Helgason skrifar: Hvernig á að bregðast við þegar einn af formönnum íslensku stjórnmálaflokkanna kemur út úr skápnum á heilli síðu í Mogganum sem klassískur rasisti, og gerir þar með flokkinn að flokki kynþáttahaturs, ofan á allt klobbakarladæmið á Klaustri forðum dag. Geispa bara og leiða það hjá sér eða ráðast að ruglinu og þruglinu með rökum og reiði?

Klausturdónafundur

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórunn Hreggviðsdóttir skrifar: Sá grein SDG í dag, gafst fljótt upp á að lesa hana, eðlilega. Hvernig stendur á því að maður sem var uppvís af Skattasvindli ( í beinni), tilraun til að slíta stjórnarsamstarfi á Bessastöðum og staðinn að því að sitja Klausturdónafund, þar sem var klæmst á flokksamstarfi og klíkuskap, konum og öllum þeim sem minna mega sín í okkar samfélagi, fær yfirhöfuð hljómgrunn? Mér finnst það svo sérkennilegt að ég á varla til orð!

Þetta svínvirkar.

Karl Th. Birgisson skrifar: Muniði hvernig Trump tókst að verða forseti? Segja eitthvað galið í hverri viku, svo enn galnara í þeirri næstu þangað til fjölmiðlar fjölluðu um fátt annað en hann. Þetta svínvirkar. Mér sýnist formaður Miðflokksins hafa látið okkur gleyma Klaustursmálinu (þar sem hann var náttúrlega fórnarlamb), að ég nefni ekki Panamaskjölin (þar sem hann var fórnarlamb í alþjóðlegu samsæri). Vel gert.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: