- Advertisement -

Þurfum við öll þessi krem? 

Krem sem lofa okkur konum æskuljóma í krukku.

Ég hef verið lengi í þessum bransa og er alltaf jafn hissa á öllum þessum auglýsingum frá krem framleiðendum sem lofa okkur konum æskuljóma í krukku, krem sem lofa að þurrka burt árin og enn þá eru auglýst hrukkueyðandi krem…

Ef þetta virkaði væri ég sú fyrsta að kaupa upp lagerinn, en slæmu fréttirinar eru þær að þetta virkar ekki eins og lofað er, en góðu að við getum sparað heilmikið með því að sleppa að kaupa þessi dýru krem. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og

 „þú færð yngri húð, ljóma, minnkar línur og svo öll þessi efni allt frá gulli, þang og þara og allt á þetta að gera kraftaverk“

En ef það væri svo værum við þá ekki allar eins og tvítugar fram eftir aldri? Engar línur og æskuljóminn endalaust. Fyrst og fremst er það heilbrigt líferni og genin sem hafa um það að segja hvernig húðin okkar lítur út.  Ekki láta glepjast af öllum þessum auglýsingum heldur finndu krem sem hentar þinni húð og það þarf ekkert endilega að vera betra þetta 20.000 króna krem frekar en 2000 króna kremið, bara finna það sem þér líkar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allir framleiðendur framleiða litlar prufur til að konur geti prófað og séð hvort kremið eigi við þeirra húð og ég segi alltaf, ekki kaupa krem ef þú færð ekki prufu þar sem ekki er hægt að skipta því eftir á.

Til eru krem sem gefa sýnilegan árangur og innihalda þau oftast ávaxtasýrur og eru þá eingöngu í boði hjá fagfólki snyrtifræðingum og húðsjúkdómalæknum og virka þannig að húðin endurnýjast og eru það þá meðferðir sem húðin endurnýjast á vissum tíma. Við fáum miklu meira út úr því að fara á snyrtistofu og láta dekra við okkur og slaka á. Þetta er allt genatískt og við horfum bara á móður okkar og sjáum hvernig við eldumst fallega.

Síðan eru „öll” þessi krem sem fylla baðskápinn!  hvað er það að vera komin með 10 krem sem við þurfum öll að nota áður en við förum að sofa!   Ekki fyrir mig takk fyrir, ég vil komast sem fyrst í rúmið á kvöldin og vil hafa kvöldrútínuna einfalda og fljótlega, eitt hreinsikrem og svo gott andltiskrem og upp í rúm. En oftast heyri ég þvílíkan lista af kremum sem konur eru að nota og ekki ósjaldan sem þær biðja mig um aðstoð að merkja þetta, 1, 2, 3 bara svona til að hafa þetta rétt. Fór yfir skápinn hjá einni vinkonu minnni og hætti að telja eftir 10 krem, það var dagkrem, næturkrem, serum, augnkrem, kuldakrem, hálskrem, hreinsikrem, andlitsvatn, skrúbbmaski, rakamaski og þá var eftir líkamskremin.

Nei stelpur við þurfum ekki öll þessi krem, getum bara sparað og keypt okkur góð leður stígvel eða bara boðið karlinum í mat.

Setningin sem er mitt mottó „Less is more“ gildir hér eins og í svo mörgu.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: