- Advertisement -

Uppgjöf ríkisstjórnarinnar í fiskeldismálinu

„Enn fremur eru heimildir til afturköllunar rekstrarleyfa afar takmarkaðar í núgildandi lögum.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.

Stjórnmál Lestur þingræðu Bjarkar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um fiskeldið er forvitnilegur. Hér er einn kafli af mörgum. Við skorum á fólk að lesa ræðuna alla. Sem og aðrir ræður um þetta mjög svo umdeilda mál:

„Annað atriði sem hefur verið gagnrýnt varðar ótímabundin leyfi. Í því samhengi er mikilvægt að hafa í huga núgildandi lagaumhverfi en samkvæmt því eru rekstrarleyfi gefin út til 16 ára í senn. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kom fram að löggjöfin væri óljós varðandi þetta atriði og segir þannig í ábendingu, með leyfi forseta, „að matvælaráðuneyti þurfi að taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfi teljist tímabundin eða ótímabundin eign“.

Sérstaklega var bent á í skýrslunni að þegar rekstrarleyfi renna út þá hefur Matvælastofnun afar takmarkaðar heimildir til að synja aðila um endurnýjun þrátt fyrir að frávik hafi orðið í starfseminni eða hún ekki innan markmiða laganna. Enn fremur eru heimildir til afturköllunar rekstrarleyfa afar takmarkaðar í núgildandi lögum. Það þýðir að í dag getur rekstraraðili í raun farið á svig við rekstrarleyfið og þær skyldur sem á honum hvíla þar sem þessar heimildir eru takmarkaðar til þess að stöðva atvinnustarfsemina innan þeirra 16 ára sem leyfið er í gildi. Þessu viljum við breyta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: