- Advertisement -

„Ríkisstjórnarflokkarnir flýja núna hver annan“

„Annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðunnar heldur vegna þess að formenn flokkanna hafa strokað út mál hinna flokkanna.“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

Alþingi „Í fyrra lauk störfum Alþingis þannig að öllum málum var í skyndi kastað í ruslið. Ríkisstjórnin þurfti að komast út úr húsi hratt. Fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust verður sú að samið verður skyndilega um sumarfrí, að manni sýnist, ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki lengur verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi prontó. Niðurstaðan verður að líkindum hin sama og í fyrra: Allir út úr þinghúsinu hið fyrsta,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn.

„Í ár fara kannski ekki alveg öll málin í ruslið en við heyrum í störfum þingsins hvað hér er að gerast; stærstu málin munu rata þangað. Annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðunnar heldur vegna þess að formenn flokkanna hafa strokað út mál hinna flokkanna. Einhver listi ríkisstjórnarflokkanna sem hefur verið til umfjöllunar um mál sem stjórnin vill klára fyrir sumarið, þessi listi er alltaf að styttast og sennilega munu þessi mál komast fyrir á lítilli servéttu þegar ríkisstjórnarflokkarnir flýja núna hver annan eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl gærdagsins í kjölfar umræðu um vantraust,“ sagði Þorbjörg Sigríður.

Hún hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

En fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu…

„Gremja VG yfir ræðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um óþol þeirra gagnvart VG, birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni; kvart VG-liða um að stjórnarandstaðan hafi nú mátt standa betur með þeirra bestu konu. Við hefðum átt að standa betur með henni. En fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefur gengið harðar fram í umræðum um vantraust við þessar aðstæður en einmitt VG.

Langar skýringar Sjálfstæðismanna birtast nú um að vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur var að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar. En atkvæðagreiðslan snerist auðvitað um það í skjóli hverra ráðherrann situr. Niðurstaðan er sú að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og reikningurinn verður annað árið í röð að lítið verður um afgreidd mál á Alþingi því að fólk þarf jú að fá að hlaupa út.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: