- Advertisement -

Ætlar Davíð aftur í forsetaframboð?

Óður til ellinnar mætti vera fyrirsögn Reykjavíkurbréfs Moggans í blaði morgundagsins. Þar skrifar Davíð Oddsson um nokkra gamla karla sem ber óendanlega aðdáun til, og annara sem hann ber enga aðdáun til. Að venju skrifar hann vel um Trump og illa um Biden. Það er ekkert nýtt.

Hitt er annað. Hann dregur nokkra gamla karla valdsins inn í Reykjavíkurbréfið. Vont að skilja tilganginn. Nema hann sé að fara með óð til ellinnar. Kann að vera að Davíð láti sig dreyma um að verða forseti Íslands? Því sé hinn besti forleikur að mæra eldri karla sem hafa verið kjörnir til mikilla valda. Eina misheppnaða tilfelli er þá Joe Biden.

Annars er erfitt að geta í allar þær eyður sem Davíð skilur eftir. Davíð var lengst af klókur stjórnmálamaður. Hans mestu mistök voru að þekkja ekki eigin brottfarartíma. Undir það síðasta réði hann ekki neitt við neitt. Tíminn hans í utanríkisráðuneytinu var fádæmum. Hann mætti ekki oft en náði að skipa að meðaltali einn sendiherra í hverjum mánuði.

Nóg um það. Af miklu taktleysi bauð Davíð sig fram til forseta. Fékk aðeins 13,7 prósent. Hann steinlá. Ekki má útiloka að hann vilji reyni á ný. Davíð verður 76 ára þegar kosið verður til forseta næsta sumar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: