- Advertisement -

Af malbiki yfir á mölina

Sigurjón Magnús Egilsson:

Vegi sem einu voru með bundnu slitlagi en heimafólk hefur nú breytt í klassíska íslenska malarvegi. Þar sem er hola við holu. Þau segja betra að vera með slaka malarvegi en handónýta malbiksvegi.

Leiðari Innviðaráðherranum var kannski ekki brugðið þegar hann sá fréttir úr Dölunum þar sem heimafólk varð að grípa til þess ráðs að rífa upp leifar af handónýtu bundnu slitlagi og breyta þreyttum og stundum hættulegum vegum aftur í malarvegi.

Það er ekki bara í Dölunum sem vegir eru nánast ófærir og stórhættulegir. Svo er komið um allt land. Í fréttinni að vestan, þar sem magn þungra vöruflutningabíla fer um hvern dag hlaðnir laxi sem þeir keyra suður. Hver þannig bíll slítur víst vegunum á við tíu þúsund fólksbíla. Tíu þúsund. Sagt og skrifað.

Allt fólk ætti að sjá að þetta gengur ekki. Er að auki stórhættulegt. Í þetta óefni hefur stefnt í nokkur ár. Niðurlæging innviðaráðherrans er algjör. Virðist leika aukahlutverk í ríkisstjórninni. Samt er hann líklegastur til að sigla ríkisstjórninni til hafnar stökkvi Katrín frá borði og taki stefnuna á Bessastaði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurði Inga til vorkunnar skal þess getið að ámóta er komið fyrir flestum öðrum innviðum okkar Íslendinga. Ráðafólkinu okkar hefur ekki tekist að halda í horfinu. Nánast hvert sem litið er er staðan sú sama og á vegunum fyrir vestan. Þar sem alltof stórum, alltof þungum og alltof mörgum er stefnt á handónýta vegi.

Vegi sem einu voru með bundnu slitlagi en heimafólk hefur nú breytt í klassíska íslenska malarvegi. Þar sem er hola við holu. Þau segja betra að vera með slaka malarvegi en handónýta malbiksvegi.

Meir endemis aumingjaskapur þetta er.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: