- Advertisement -

Afbrýðisami læknirinn

Sigurjón skrifar:

Öll barátta Eflingar hefur einmitt verið með hag þess fólks í forgrunni. Það fólk skapar verðmæti, rétt eins og læknirinn, en staða þess í samfélaginu er eins ólík og hugsast getur.

Vonandi við vitum við öll að fátt, ef þá eitthvað, skapar meiri verðmæti en Landspítalinn. Lækninum Árna Tómasi Ragnarssyni er ekki skemmt yfir baráttu Eflingar. Hann skrifar í Mogga dagsins.

„Í áróðurs­stríði Efl­ing­ar und­an­farið hef­ur helsti frasi fé­lags­ins verið að það séu fé­lag­ar þess sem „skapi verðmæt­in“. Auðvitað skapa þeir verðmæti, en það gera svo miklu fleiri. Full­yrðing Efl­ing­ar er því hroka­full og bein­lín­is vill­andi. Það kem­ur þó ekki á óvart með Sól­veigu í for­ystu og Viðar og nú Stefán Ólafs­son á bak við sig. Ég veit ekki til þess að ein­mitt þetta fólk hafi skapað mik­il verðmæti, en blaðrað þeim mun meira. Hvetja svo til verk­falla, sem munu varla skapa mik­il verðmæti.

Ég sem lækn­ir hef eins og aðrir lækn­ar t.d. hjálpað fólki til að ná bata og starfs­getu mörg þúsund sinn­um. Þar með aukið verðmæta­sköp­un. Sjó­menn og bænd­ur skapa verðmæti líka, en þetta er fólkið á lands­byggðinni, sem á að sitja eft­ir við samn­ing­ana. Marg­falt fleiri mætti nefna til sög­unn­ar. En of­stæki hirðir ekki um slíkt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

P.s. Það þarf að efla til sér­tækra aðgerða til að hjálpa fá­tæku fólki þessa lands, en ég hef ekki séð að það sé sér­stakt bar­áttu­mál Efl­ing­ar.“

Þarna hefur eitthvað fallið á milli skips og bryggju. Innan Eflingar er einmitt það fólk sem lægst hafa launin. Öll barátta Eflingar hefur einmitt verið með hag þess fólks í forgrunni. Það fólk skapar verðmæti, rétt eins og læknirinn, en staða þess í samfélaginu er eins ólík og hugsast getur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: