- Advertisement -

Bæjarstjórnin fór gegn hagsmunum Flateyrar

Þetta ástand er í boði bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þar sem þau afnámu skyldulöndun á Flateyri

Þorgils Þorgilsson.

Sveitastjórnir „Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans.

Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni,“ skrifar Sigurjón Þórðarson varaþingmaður Flokk fólksins.

Hann vísaði á skrif á Facebook.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þá er kvótaárið liðið og engum fiski úr Byggðastofnunarkvóta verið landað á Flateyri. Þrátt fyrir að það séu eyrnamerkt hátt í 1.000 tonna kvóti, 500 tonn frá Byggðastofnun og 400 tonna almennur byggðakvóti. Það er skrýtið að það sé ekki hægt að halda uppi löndunarþjónustu á Flateyri. Þeim fiski er landað annarsstaðar. Þetta ástand er í boði bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þar sem þau afnámu skyldulöndun á Flateyri enda er ekki hægt að halda höfninni við það eru eru orðnir nokkuð margir bátar sem eru skráðir á Flateyri og koma aldrei í heimahöfn, enda hefur enginn þeirra tengsl á Flateyri. Ég kveð þessa löndunarþjónustu sem ég hef veitt á Flateyri með söknuði. Hún stendur ekki undir sér. Ég þakka þeim fyrir sem þó lönduðu á Flateyri. Þorgils Þorgilsson.“

Eftir situr spurningin hvers vegna bæjarstjórn gekk gegn hagsmunum íbúa á Flateyri.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: