- Advertisement -

29 prósenta verðbólga hjá Ölmu

Leigjandi hjá Ölmu leigufélagi birtir bréf frá félaginu inn á Umræðuhópi leigjenda á Facebook. Þar kemur fram að verðtryggður leigusamningur til eins árs er að renna út. Alma býður nýja samning en gegn rétt tæplega 40 þúsund króna hækkun. Þessi hækkun leggst ofan á verðtryggingu samnings, sem var 7,6% í síðasta mánuði. Hækkun leigunnar umfram verðtryggingu er 13,3%. Verðbólgan í leigusamningi þessarar íbúðar verður því 21,9% á ári.

Þetta er raunveruleiki leigjenda í dag. Þeir greiða verðbætur ofan á leiguna í takt við hækkun almenns verðlags. Árlega bætir leigusalinn síðan við enn frekari hækkun. Leigjendur búa því í raun við vaxandi verðbólgu á sama tíma og ráðafólk fagnar því að mæld verðbólga er á niðurleið.

Alma réttlætir hækkunina ekki með vísan í aukinn kostnað, fullyrðir aðeins og markaðsverð hafi hækkað.

Í bréfinu segir að greiðsla samkvæmt núverandi leigusamningi í júlí sé 301.255. Síðan er fullyrt að markaðsleiga þessarar íbúðar fyrir júlí sé metin á 345.000 kr. Síðan segir: „Vinnuregla Ölmu er sú að hámarks hækkun leiguverðs milli samninga takmarkast við 39.999 kr. og geti aldrei numið meira en 20%.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðar í bréfinu er leigjandanum boðið að taka á sig 39.990 kr. hækkun á mánuði ofan á verðbætur fyrri samnings, greiði 341.245 kr. miðað við júlímánuð.

Alma leggur málið þannig fram að félagið sé í raun að gefa eftir réttmæta hækkun. Íbúðin hafi átt að hækka í 345 þús. kr. en vegna vinnureglunnar sé gefinn 3.755 kr. afsláttur. Allt er mikið sjónarspil. Markaðsvirði leigu hefur ekki hækkað svona mikið umfram almenna verðbólgu og því er Alma ekki að gefa neitt eftir, þvert á móti að sækja meira en nemur almennum verðhækkunum og hækkun á leigu.

Í bréfinu kemur fram að leigan milli samninga sé hækkuð um allt að 20%. Sú hækkun leggst ofan á verðbólguna, sem leigjendur greiða fyrir með verðtryggingu samninganna. Þeir sem fá á sig 20% hækkun umfram það eru í raun að borga 29,1% verðbætur til Ölmu þegar verðbólgan mælist aðeins 7,6%.

Greinin er fengin af vef Samstöðvarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: