- Advertisement -

Ámótlegt áramótajarm SFS

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Ef greinin er lesin, þá mætti ætla að afkomuöryggi og fátækt íslenskra öryrkja sé léttvæg saman borið við þá þjakandi óvissu sem Þorsteinn Már, Guðmundur í Brimi og Guðbjörg í Ísfélaginu og fleira gott fólk í SFS þarf að búa við vegna meints stefnuleysis stjórnvalda.

Það er ekki annað hægt en að hrósa búmanni SFS, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, fyrir að barma sér undan nöturlegri framtíðarsýn félagsmanna í áramótagrein í Fréttablaðinu, þann 29.12 sl. Samtökunum SFS er stýrt af örfáum auðmönnum, sem hafa enn um sinn einokunarrétt til þess að nýta helstu auðlind þjóðarinnar.

Ef greinin er lesin, þá mætti ætla að afkomuöryggi og fátækt íslenskra öryrkja sé léttvæg saman borið við þá þjakandi óvissu sem Þorsteinn Már, Guðmundur í Brimi og Guðbjörg í Ísfélaginu og fleira gott fólk í SFS þarf að búa við vegna meints stefnuleysis stjórnvalda.

Guðbjörg í Ísf´élaginu, Þorsteinn Már i Samherja og Guðmundur í Brimi.

Framkvæmdastjóri SFS gerir vel í að reyna matreiða það ofan í lesendur að hagur þeirra fáu sem hafa einokunarrétt til að nýta fiskimiðin, sem veittur er til eins árs í senn, fari ávallt saman með þjóðarhag. Það er auðvitað alls ekki þannig a.m.k. ekki þegar útgerðin selur afurðir í gegnum skattaskjólsfélög, til þess að komast hjá því að skila gjaldeyristekjum þjóðarinnar að fullu inn í þjóðarbúið. Það á ekki heldur við þegar fyrirtækin hirða ekki um að veiða þær tegundir sem þeim er úthlutað ár eftir ár, en nota árlega úthlutun til veðsetningar eða brasks.

Það er einu sinni hlutverk að framkvæmdastjórans að gæta hagsmuna þessa fámenna hóps í SFS og rétt að sýna þessum gráti fyrir þeirra hönd nokkurn skilning. Engu að síður, þá er gott að hafa það á hreinu að þorskurinn heldur áfram að hrygna hér við land snemma á vorin og nokkuð öruggt er að það verður auðhlaupið að fá aðra en félagsmenn SFS til að stunda veiðar, ef þeir vilja snúa sér að öðrum verkum.

Allt er þetta gott og blessað en verri eru þau aumkunarverðu viðmið sem SFS vill miða við þ.e. að allt umfram 130 þús. tonn ársafla á þorski, sé ásættanlegur árangur. Umræddur afli er um þriðjungur af því sem Íslandsmið gáfu árlega um margra áratuga skeið, áður en núverandi nýtingarstefna var tekin upp, þ.e. að veiða minna til þess að fá meira seinna.

SFS:

Sama metnaðarleysið er upp á teningnum hjá SFS í umræðu um boðað veiðibann á humri næstu 2 árin. Hálfskýring Hafró um að minnkandi stofni, sé afleiðing lélegrar nýliðunar, er kyngt án þess að reynt sé að skýra hvað orsaki nýliðunarbrest.

Metnaðarleysi SFS fyrir hönd sjávarútvegsins, er undirstrikað með því að telja að nýleg skýrsla, sem ritstýrt er af höfundi þeirrar nýtingastefnu sem hefur boðið algert skipbrot á síðustu áratugum, eigi að vera stefnumarkandi næstu tvo áratugina!

Það er ótrúlegt að SFS vilji hlíta án gagnrýnnar skoðunar ráðum manna sem hafa nær undantekningarlaust haft rangt fyrir sér og boðuðu m.a. ágæti hrikalegra aðgerða á borð við að hætta þorskveiðum í 2 ár, eða árin 2008 og 2009.

Sú niðursveifla sem þorskstofninn hefur verið í á síðustu árum ætti miklu frekar að staðfesta að skoða þurfi stefnuna upp á nýtt.

Sama metnaðarleysið er upp á teningnum hjá SFS í umræðu um boðað veiðibann á humri næstu 2 árin. Hálfskýring Hafró um að minnkandi stofni, sé afleiðing lélegrar nýliðunar, er kyngt án þess að reynt sé að skýra hvað orsaki nýliðunarbrest.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur bent á að erlendar rannsóknir gefi til kynna að aðrir þættir en veiðar hafi mikil áhrif og rétt kunni að vera að haga veiðunum með öðrum hætti til þess að fá meiri humarafla.

Hvers vegna eru þær kenningar ekki skoðaðar?

Er það vegna þess að SFS er fulltrúi stofnanaseraðra einokunarfyrirtækja sem óska sér heitast áframhaldandi einokun og vilja því ekki spyrja einnar gagnrýnnar spurningar?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: