- Advertisement -

Birgir fórnar sér fyrir Bjarna / Búið spil

Sigurjón M. Egilsson:

Staða Katrínar og Sigurðar Inga er veik. Flokkarnir þeirra eru illa laskaðir eftir samfylgdina. Kjósendur þeirra færa sig yfir til Samfylkingarinnar. Í von um að þar sé að finna öðruvísi fólk.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, er dyggur þjónn Bjarna flokksformanns. Svo dyggur að hann fórnar eigin pólitíska lífi sem og eigin orðspori. Það er dýrt að hafa formann eins og Bjarna. Öll vitum við að varnarmúrarnir um Bjarna og Lindarhvoll og Bjarna og Íslandsbanka falla, fyrr en seinna.

Það er ekki bara Birgir sem mun standa eftir berstrípaður. Þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknar eru einnig í klappliði Bjarna. Þetta er merkilegt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur brotið fyrstu sprunguna í þennan ótrúlega varnarmúr um Bjarna Benediktsson. Til hvers er það gert?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni Benediktsson hlýtur að vera á lokametrunum í stjórnmálum. Hann hefur látið stjórnast af misgóðu fólki. Hann hefur haft lag á að draga annað fólk með sér yfir línuna. Fólk sem við gerðum ráð fyrir að yrði þungt í taumi. Svo varð ekki. Bæði Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi eiga eftir að bíta úr nálinni fyrir fylgispektina.

Nú verða straumhvörf í stjórnmálunum. Bjarni á fárra kosta völ. Hann verður að stíga frá borði eða taka flokkinn með sér í fallinu. Staða Katrínar og Sigurðar Inga er veik. Flokkarnir þeirra eru illa laskaðir eftir samfylgdina. Kjósendur þeirra færa sig yfir til Samfylkingarinnar. Í von um að þar sé að finna öðruvísi fólk.

Strax í næstu viku má búast við tíðindum úr stjórnarráðinu. Lengra verður ekki haldið. Staðan þar er sú að hver verður að bjarga sér sem best hann getur. Þetta er búið spil. Bjarni kostar of mikið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: