- Advertisement -

Bjarni Ben er ekki stjórntækur

Sigurjón Magnús Egilsson:

Framganga Hamas gefur engum heimild til að murka lífið úr saklausu fólki. Ekki heldur til að sprengja byggðir fólksins í tætlur.

Bjarni Benediktsson er ekki stjórntækur. Hann skilur eftir sig katasrófur hvar sem hann kemur og hvað sem hann gerir. Eftir tvær vikur í utanríkisráðuneytinu skelfur ríkisstjórnin stafnanna á milli. Bjarni fer sínu fram. Hvað sem tautar og raular.

Nú hefur hann sett Katrínu í virkilega vonda stöðu. Þingflokkur Vg hefur ályktað gegn Bjarna og framgöngu hans. Eitthvað er það sem gerir að hann fer sínu fram án þess að hirða um samstarfsflokkanna.

Vonandi hefur hann gengið of langt að þessu sinni. Valdatími Bjarna verður að vera á enda. Að samþykkja ekki óskir um vopnahlé þar sem er verið að murka lífið úr börnum, konum og körlum. Sá sem vill ekki vopnahlé er mjög harðbrjósta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skæruliðar Hamas frömdu ófyrirgefanlegt grimmdarverk. Þess verður ekki hefnt með þjóðarmorði. Framganga Hamas gefur engum heimild til að murka lífið úr saklausu fólki. Ekki heldur til að sprengja byggðir fólksins í tætlur.

Þetta verður rætt í þættinum Synir Egils á Samstöðinni. Þáttur hefst klukkan 12:40 og verður í beinni útsendingu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: