- Advertisement -

Bjarni er í sjálfskapaðri kastþröng

Í Valhöll þykir það til skammar að vera með minna fylgi en Samfylkingin. Því verður Bjarni að spila rétta leiki. Nóg eru vandræði hans samt.

– SME

Bjarni Benediktsson er í sjálfskapaðri kastþröng. Ráðherrakapall Bjarna virðist flóknari en hann hugði. Bjarni skuldar Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðherradómi snemma á þessu ári. Jón Gunnarsson var klappaður upp á landsfundi flokksins. Erfitt verður að taka undan honum ráðherrastólinn.

Sjálfur hefur Jón bent á hversu oft Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipt um dómsmálaráðherra. Jón segist vera áttundi ráðherrann á ekki svo mörgum árum. Bjarni rataði hjálparlaust í vandræðastöðuna sem hann er í. Jafnvel mun Bjarni funda með Guðrúnu og sækjast eftir að hún sættist á að bíða lengur. Bjarni kaupi sér þannig lengri tíma. Hann er í erfiðri kastþröng.

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru fimm: Bjarni, Jón, Þórdís K.R., Guðlaugur Þór og Áslaug Arna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Formaðurinn og varaformaðurinn. Þau ein eru viss um að þurfa ekki að víkja úr ríkisstjórninni.

Þórdís K.R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður flokksins, er örugg.

Guðlaugur Þór er ekki eins öruggur og Þórdís. Guðlaugur Þór skoraði Bjarna á hólm um formennskuna. Og tapaði. Gulli er í hættu með að verða settur af.

Áslaug Arna er sæmilega trygg í embætti. Eða hvað? Hún er eflaust ekki í síðri stöðu en Guðlaugur Þór.

Þá er það Jón Gunnarsson. Í upphafi átti hann að víkja fyrir Guðrúnu. Jón er baráttumaður og fylgir flokksandanum. Í einu og öllu. Bjarni getur svo sem kippt Jóni til baka. Það yrði ógott miðað við uppklappið á landsfundinum.

Þegar Páll Magnússon var í þeirri stöðu sem Guðrún er núna. Þá kom aldrei til greina að hann yrði ráðherra. Páll kvartaði sáran. Sama gerðu margir flokksfélagar í Suðurkjördæmi. Bjarni lét þær umkvartanir sem vind um eyru þjóta. Hann kemst ekki upp með það. Hann lofaði Guðrúnu ráðherrastól. Mörgum þykir Bjarni fullsvalur hvað varðar að standa við orð sín.

Bjarni ber að hysja upp um sig og auka fylgi flokksins. Í Valhöll þykir það til skammar að vera með minna fylgi en Samfylkingin. Því verður Bjarni að spila rétta leiki. Nóg eru vandræði hans samt.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: