- Advertisement -

Katrín kaus heimavöllinn

Við mælingar á fylgi frambjóðenda sést glöggt að eldri félagar í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki eru dyggustu stuðningsmenn forsætisráðherrans fyrrverandi.

– sme

Leiðari Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Ingólfsdóttir og Jón Gnarr mættu til kappræðna eða viðræðna í Hringborðið á Stöð 2. Katrínu Jakobsdóttur var boðið að vera með. Hún afþakkaði En þáði einkaviðtal í sjónvarpi Moggans.

Engan skal undra. Við mælingar á fylgi frambjóðenda sést glöggt að eldri félagar í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki eru dyggustu stuðningsmenn forsætisráðherrans fyrrverandi. Vissulega líka það fólk sem enn er í flokki Katrínar, Vinstri grænum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Varla mátti á milli sjá hvert þeirra þriggja sem voru í Hringborðinu stóðst sig best og hvert verst. Persónulega finnst mér framganga Jóns Gnarr merkileg. Hann svarar þeim spurningum sem til hans er beitt. Biðst aldrei undan spurningum.

Það ástand getur varið í meira en eitt ár.

Ráðherrar mætast sjaldan öðrum í umræðuþáttum, öðrum en daginn fyrir kjördag. Katrín hefur því að mestu verið ein í viðtölum í áraraðir. Kann því sennilega best.

Margt fólk finnur að því að Katrín hafi stokkið frá borði og í raun gert þann stjórnmálamann sem fæst okkar treysta, að forsætisráðherra, það er Bjarna Benediktsson. Eins að verði hún kjörin forseti þá verður starfandi „hennar“ ríkisstjórn í landinu og afstaða forseta og ríkisstjórnar geta skarast í mörgum málum. Þá verður hún eðlilega í vanda. Það ástand getur varið í meira en eitt ár.

Í sjónvarpi Moggans sagði Katrín:

“… nú verð ég vör við að það er gagn­rýnt að for­setafram­bjóðandi komi úr stjórn­mál­um, geri mig fær­ari til þess að geta lagt mat á slík stór­mál með óhlut­dræg­um hætti, ein­mitt  vegna þess að maður hef­ur gengið í gegn­um þá reynslu að fara í gegn­um til að mynda þessi mál.“

Enn grípur Katrín til orðasalatsins sem hún er meistari í.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: