- Advertisement -

Dauðaganga yfir Arnarhól

Sigurjón Magnús Egilsson:

Sjálfstæðisflokkurinn varð uppvís að svikum við samstarfsflokkana. Hann er enn við völd og hefur jafnvel aukið tök sín á samfélaginu. Björt framtíð heyrir sögunni til og Benedikt Jóhannesson er útlagi frá eigin flokki.

Efst til vinstri er hin skammlífa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Fyrir neðan hana ganga þeir, Óttarr og Benedikt, niður stigann í ráðherrabústapnum, efst fyrir miðju er Guðlaug Kristjánsdóttir, þar fyrir neðan eru svo Benedikt og Óttarr og svo er það Bjarni Benediktsson, sá eini þeirra þriggja sem lifði eftir andlát eigin ríkisstjórnar. Næst er það Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem var varaformaður Viðreisnar, en er nú formaður.. Efst til hægri er Benedikt Jóhannesson frekar fýldur á svip. Sem von er. Fyrir neðan eru svo oddvitar þessarar vonlausu ríkisstjórnar.

Stjórnmál Bjarni Benediktsson myndaði ríkisstjórn með frænda sínum Benedikt Jóhannessyni þá formanni Viðreisnar og Óttarri Proppé formanni Bjartrar framtíðar. Þegar þeir tveir, Benedikt og Óttarr gengu á fund Bjarna í fjármálaráðuneytinu stigu spor í átt til dauðans.

Ríkisstjórnin varð skammvinn. Báðir fengu þeir bágt fyrir. Benedikt var settur af sem formaður Viðreisnar, flokks sem hann sjálfur hafði stofnað og skipulagt. Reyndar varð refsing Benedikts meiri en að hann missti formannsstólinn. Hann einangraðist í eigin flokki sem endaði með leiðimdum og leiðir hans flokksins liggja ekki lengur saman.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta gat ekki gengið.

Verr fór fyrir Bjartri framtíð. Daginn sem myndir birtust að helgöngu Óttars Proppé og Benedikts til Bjarna Benediktssonar var framtíð Bjartrar framtíðar ráðinn. Þetta gat ekki gengið. Óttar Proppé með Engeyjarfrændunum Bjarna og Benedikt.

Sem fyrr segir átti ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ekki langa framtíð. Björt framtíð sleit samstarfinu. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, sagði þetta í viðtali við Vísi eftir að ríkisstjórn var fallin:

“…að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu.

Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.“

Svona var þetta. Sjálfstæðisflokkurinn varð uppvís að svikum við samstarfsflokkana. Hann er enn við völd og hefur jafnvel aukið tök sín á samfélaginu. Björt framtíð heyrir sögunni til og Benedikt Jóhannesson er útlagi frá eigin flokki.

Ríkisstjórn Bjarna lifði frá 11. janúar, (afmælisdegi Gunnars Smára Egilssonar), 2017 og þar til hún sprakk í september sama ár. Hún varð skammlífasta meirihlutastjórn síðustu áratuga, hið minnsta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: