- Advertisement -

Einkavæðing þjóðvega og gjaldheimta

Einkavæðing þjóðvega er á dagskrá Alþingis í dag.
Mynd: ruv.is

Alþingi ræðir í dag tvö lagafrumvörp um einkavæðingu þjóðvega og stofnun hlutafélags um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

Sigurður Ingi Jóhannsson flytur frumvarp um einkavæðingu þjóðvega.

„Til þess að opna á þann möguleika að stærri vegaframkvæmdir séu unnar sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila er nauðsynlegt að kveða í lögum á um heimildir fyrir Vegagerðina til að fela utanaðkomandi aðilum með samningi fjármögnun tiltekinna framkvæmda, hönnun þeirra, nauðsynlegan undirbúning og uppbyggingu mannvirkjanna og viðhald þeirra og rekstur. Þá yrði jafnframt heimilt að fela einkaaðilum gjaldtöku af umferð um viðkomandi mannvirki um tiltekinn afmarkaðan tíma til að standa straum af kostnaði við þau.

Vegagerðinni er heimilt að undangengnu útboði að gera samning við einkaaðila um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum þessum.“

Þær framkvæmdir sem heimilt er að bjóða út sem samvinnuverkefni eru eftirfarandi:

  •      a.      Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá.
  •      b.      Hringvegur um Hornafjarðarfljót.
  •      c.      Axarvegur.
  •      d.      Tvöföldun Hvalfjarðarganga.
  •      e.      Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli.
  •      f.      Sundabraut.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um stofnun opinbers hlutafélag: „Ráðherra er heimilt að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu með aðild ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar.“

Ríkisstjórnin boðar hér með miklar breytingar og frekari skattheimtu.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: