- Advertisement -

Fiskafli dregst saman

Heildarafli íslenskra fiskiskipa var rúm 47 þúsund tonn í desember 2014 sem er 5,5% minna en í sama mánuði árið áður.  Árið 2014 var heildaraflinn 1.080 þúsund tonn sem er samdráttur um 21% samanborið við árið 2013. Magnvísitala á föstu verðlagi er um 24,1% lægri miðað við desember 2013. Á árinu 2014 hefur magnvísitalan lækkað um 12,5% samanborið við árið 2013.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: