- Advertisement -

Mannfall i Samfylkingunni

Grein Þorbjargar má lesa hér.

Stjórnmál Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Hún rekur ástæðurnar á Facebook. Þorbjörg er ósátt þar sem allir þingmenn Samfylkingarinnar sátu hjá þegar ný lög um útlendinga voru samþykkt á Alþingi í vikunni sem leið.

Helga Vala Helgadóttir, sem sagði af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar skrifar til Þorbjargar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?

„Elsku besta baráttusystir mín Þorbjörg Þorvaldsdóttir.

Þetta er svo óendanlega ömurlegt bara, ég skil alls ekki neitt. Hvernig sér forysta Samfylkingarinnar fyrir sér að miðla málum í ríkisstjórn þegar öll grundvallarmálin eru fokin áður en í kosningarnar er komið? Hvernig getur flokkur sem fyrir örstuttu síðan stóð fyrir mannúð, jöfnuði og samkennd með fólki í viðkvæmri stöðu sleppt því að taka afstöðu í svona grundvallarmáli? Hvað munum við þá sjá þegar flokkurinn þarf raunverulega að fara í málamiðlanir?

Er forysta flokksins kannski bara með þessar skoðanir? Að útlendingastefna Mette Fredriksen, sú harðasta í norður- Evrópu, sem forystufólk flokksins gagnrýndi harkalega fyrir örstuttu síðan, sé kannski bara hin eina rétta stefna? Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?

Hvað breyttist í heiminum annað en að það varð stríð í næsta nágranni og fólk á flótta hefur aldrei verið fleira?

Er stríðshrjáð fólk, sem leitar verndar á Íslandi í minni neyð en áður? Telur þingfólk sem sat hjá að réttlætanlegt sé að íþyngja Útlendingastofnun með tilhæfulausum umsóknum um endurnýjun dvalarleyfa þegar stríð geisar enn sem fyrr víða um heim svo málin safnast enn hraðar upp á borðum Útlendingastofnunar? Telur hjásetufólk að fólk sem fengið hefur vernd verði betri borgarar hér á landi með því að fá að bíða í áratug eftir börnum sínum og mökum og var það þess vegna sem það sat hjá í atkvæðagreiðslunni því það gat ekki tekið afstöðu gegn þeirri aðgerð og öllum hinum?

Samfylkingin er fátækari án baráttukonunnar Þorbjargar Þorvaldsdóttur.“

Halda má að Samfylkingunni takist að hrista af sér hluta þess mikla fylgis sem flokkurinn var kominn með. Halda má að Kristrún Frostadóttir sé að leggja Samfylkingunni að hlið Sjálfstæðisflokks.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: