- Advertisement -

Segir klíku í Efstaleiti hafa yfirtekið Ríkisútvarpið

Klíka í Efstaleiti hefur yfirtekið Ríkisútvarpið

„Við dritum niður sjálfstæðum úrskurðarnefndum sem ákveða tugmilljarða útgjöld án þess að bera nokkra ábyrgð, horfum á stjórnendur ríkisbanka gefa eigandanum fingurinn og einhverja klíku uppi í Efstaleiti taka yfir Ríkisútvarpið og lítur á það eins og hvert annað einkafirma,“ skrifar Brynjar Níelsson í nýjasta Viðskiptablaðið.

„Halli á ríkissjóði er ekki eini hallinn um þessar mundir. Stjórnmálamenn hafa lagt töluvert á sig til að skapa lýðræðishalla með því að útvista valdinu til ábyrgðarlauss fólks úti í bæ sem enginn kaus og landsmenn þekkja hvorki haus né sporð á.

Stjórnmálamenn trúa því að þetta fyrirkomulag sé lýðræðislegra og faglegra. Þeir skilja svo ekkert í því að þeir sitja uppi með ábyrgðina þegar illa fer. Er eins og enginn þeirra hafi gluggað í stjórnarskrána. Rithöfundar á listamannalaunum gætu ekki einu sinni skáldað þessa vitleysu upp,“ skrifar varaþingmaðurinn Brynjar Níelsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: