- Advertisement -

Vill þrjú „mælaborð“ á ríkisstjórnina

„Þá er auðvitað vel við hæfi í ljósi yfirlýstra markmiða að byrja á þessum þremur málum, útlendingamálunum, orkumálunum og ríkisfjármálunum.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Alþingi „Nú er kosningabarátta vegna forsetakjörs að hefjast fyrir alvöru en það er mikilvægt á meðan því gengur og athyglin er þar að Alþingi sé ekki værukært og gleymi að sinna hlutverkum sínum því hér bíða stór mál sem í flestum tilvikum hafa ekki verið kynnt enn þá. En nýverið var kynnt ný ríkisstjórn og það fylgdi sögunni að hún myndi einkum leggja áherslu á þrennt; að ná tökum á útlendingamálunum, orkumálunum og efnahagsmálunum eða fjármálum ríkisins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.

„ Og nú ríður á, herra forseti, að þingið haldi þessari nýju ríkisstjórn við efnið hvað það varðar. Eins og hæstvirtur forseti veit þá er ég alltaf að reyna að liðka hér fyrir þingstörfum og nú langar mig að kynna hugmynd fyrir meiri hlutanum einkum hér á þinginu, af því að við höfum heyrt mikið talað um alls konar mælaborð,“ sagði formaður Miðflokksins.

Hann hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

…haldi ráðherrum sínum við efnið…

„Það er nýjasta ráð ráðherra til þess að virðast vera að gera eitthvað í málunum að kynna mælaborð um allt mögulegt og allt í lagi með það, það er gagnlegt að fá upplýsingar. En það sem ég legg til er að nú verði tíminn nýttur, sá stutti tími sem eftir er af þessu þingi, til að kynna mælaborð ríkisstjórnarinnar. Þá er auðvitað vel við hæfi í ljósi yfirlýstra markmiða að byrja á þessum þremur málum, útlendingamálunum, orkumálunum og ríkisfjármálunum, en þá þurfa menn auðvitað að vita að hverju þeir stefna, hver markmiðin eru, svo að hægt sé að búa til mælaborðið. Ég beini þessu til eða varpa fram þessari hugmynd til háttvirtra þingmanna, einkum stjórnarmeirihlutans, að þeir haldi ráðherrum sínum við efnið, fyrst með þessi þrjú mál, og hvetji þá til að setja upp mælaborð ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum, orkumálum og fjármálum ríkisins.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: