- Advertisement -

Óli Björn kominn í pólitíska fýlu

„Þetta er megin­á­stæða þess að ég hef lítið haft mig op­in­ber­lega í frammi inn­an þings og utan.“

Óli Björn Kárason.

„Þeim fjölg­ar efa­semdarödd­un­um inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins um ágæti þess að halda sam­starfi þriggja ólíkra stjórn­mála­flokka mikið leng­ur áfram. Ótt­inn er sá að hægt og bít­andi verði skil­in milli stjórn­ar­flokk­anna óskýr­ari og að kjós­end­ur eigi „æ örðug­ara með að finna for­send­ur fyr­ir stuðningi sín­um við einn flokk öðrum frem­ur,“ svo vitnað sé til skrifa Ármanns heit­ins Sveins­son­ar í Morg­un­blaðinu 1968,“ segir í vikulegri Moggagrein Óla Björns Kárasonar þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Óli Björn er greinilega búinn að fá meira en nóg af samstarfi eigin flokks og Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Halda má að þingmaðurinn sé kominn í fýlu. Þegir frekar en að tala. En hvers vegna?

„Í aðdrag­anda kosn­inga 2021 tók ég það fram hér á síðum Morg­un­blaðsins að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn geti því aðeins tekið þátt í rík­is­stjórn að mál­efna­samn­ing­ur og verk­efni nýrr­ar rík­is­stjórn­ar end­ur­spegli skiln­ing á sam­hengi skatta, rík­is­út­gjalda, hag­vaxt­ar og vel­sæld­ar. Að sam­keppn­is­hæfni þjóðar ráðist ekki síst af öfl­ug­um innviðum, hóf­semd í op­in­ber­um álög­um, greiðu aðgengi að er­lend­um mörkuðum, skil­virkni í stjórn­kerf­inu og hag­kvæm­um rík­is­rekstri. Ég lagði áherslu á að rík­is­stjórn­in yrði að vinna að skyn­sam­legri og sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auðlinda. Skil­yrðið var og er að viðhorf til at­vinnu­lífs­ins sé já­kvætt,“ skrifar þingmaðurinn Óli Björn.

Hvað ætli angri Óla Björn fyrst og fremst?

„Þetta veit for­ysta flokks­ins sem og fé­lag­ar mín­ir í þing­flokkn­um.“
ÓBK.

„Enn hef­ur ekki tek­ist að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­un­um og ná þar með tök­um á mál­um hæl­is­leit­enda og stjórn á landa­mær­un­um, eins og við höf­um lofað. Og enn er brotið á at­vinnu­rétt­ind­um sem sýn­ir ein­stak­lega nei­kvætt viðhorf til at­vinnu­lífs­ins af hálfu Vinstri grænna. Það hef­ur komið í ljós að stjórn­arþing­menn, sem í ein­lægni vilja halda sam­starf­inu áfram, eru vopn­laus­ir þegar ráðherra virðir ekki stjórn­sýslu­regl­ur, meðal­hóf og stjórn­ar­skrá.“

Hvers vegna ætli Óli Björn hefur haldið sig til hlés?

„Því miður fjölg­ar þeim stjórn­ar­mál­um sem eru til af­greiðslu á þing­inu, sem mér er ókleift að styðja. Þetta veit for­ysta flokks­ins sem og fé­lag­ar mín­ir í þing­flokkn­um. Þetta er megin­á­stæða þess að ég hef lítið haft mig op­in­ber­lega í frammi inn­an þings og utan.“

Er rétt af þingmanni að láta sem minnst fyrir sér fara?

“…þögn­inni fylg­ir ábyrgð, líkt og eldri Sjálf­stæðismaður áminnti mig um þegar hann stoppaði mig úti á götu síðastliðinn mánu­dag. Hann rifjaði upp ný­leg skrif mín um að ég hefði ekki af­salað mér rétt­in­um til að gagn­rýna, berj­ast fyr­ir breyt­ing­um á stjórn­ar­frum­vörp­um og jafn­vel reyna að koma í veg fyr­ir fram­gang stjórn­ar­mála, hvað þá að vinna að fram­gangi hug­sjóna. Og þótt sann­gjörn mála­miðlun sé nauðsyn­leg í stjórn­mál­um, yrði ég að móta af­stöðu mína til ein­stakra mála á grunni hug­mynda­fræði Sjálf­stæðis­flokks­ins, eins og ég hefði gefið fyr­ir­heit um. „Ég ætl­ast til þess að þú tak­ir til máls. Þú vinn­ur ekki að fram­gangi stefnu okk­ar með þögn­inni.“

Þegar gamli maður­inn kvaddi mig með þéttu handa­bandi sagði hann: „Aldrei gleyma því að trúnaður þinn er fyrst og síðast við þig sjálf­an og hug­sjón­ir okk­ar Sjálf­stæðismanna.“ Skila­boðin voru skýr: Þögn­in er ekki leng­ur val­kost­ur.“

Unnið úr grein Óla Björns. Spurningarnar eru Miðjunnar og settar með skrifum Óla Björns.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: