- Advertisement -

Hætta í Samfylkingu vegna útlendingamála

Stjórnmál „Mér er svo alvarlega misboðið yfir útlendingahatri sem svífur yfir vötnum og virðist vera orðið allt of normaliserað þessa dagana,“ skrifar Sigrún Skaftadóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar á Facebook. „Mér er það misboðið að ég sagði mig úr samfylkingunni. Þið sem hafið þekkt mig lengi vitið að ég hef verið meðlimur í flokknum síðan ég var 18 ára og alltaf getað speglað mig og mínar skoðanir í flokknum.“

„En því miður eigum við ekki samleið lengur,“ heldur Sigrún áfram. „Ég kveð flokkinn með trega og vona að þau finni aftur mannréttinda hjartað sem sló svo fallega. Ég verð alltaf social democrati en ég túlka það bara ekki eins og þau sem leiða flokkinn. Ég trúi á opið og fallegt samfélag þar sem fjöbreytileikanum er fagnað óháð kyni og uppruna.“

„Tek undir hvert orð og gerði slíkt hið sama,“ skrifar Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, sem setið hefur í stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

„Mér er stórlega misboðið. Þetta er ekki flokkurinn sem ég gekk í,“ skrifar Gunnar Hörður Garðarsson, sem lengi hefur starfað innan flokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Virðingarvert og mjög skiljanlegt viðbragð. Þú ert manneskja og það sem flokkurinn er að bjóða upp á núna er óboðlegt!“ skrifar Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur, sem sagði af sér þingmennsku fyrir Samfylkinguna síðasta sumar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: