- Advertisement -

Verður Katrín notuð sem skiptimynt?

„Í öllu falli er farsi fram und­an, hvort sem for­sæt­is­ráðherr­ann hverf­ur af vett­vangi eða ekki. Farsi sem sjálf­ur rit­höf­und­ur­inn Katrín Jak­obs­dótt­ir gæti ekki skáldað í næsta reyf­ara.“

Bergþór Ólason.

Við erum mörg sem bíðum eftir hvað Katrín Jakobsdóttir hyggst gera varðandi framboð til forseta Ísland.

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, er meðal þeirra sem bíða eftir ákvörðun Katrín. „Af eða á.“ Bergþór sér fyrir sér ýmsar sviðsmyndir verði Katrín um kjurt eða ef hún fer í framboðið.

Bergþór skrifar grein sem birt er í Mogga dagsins. Skoðum aðeins:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ef for­sæt­is­ráðherr­ann yf­ir­gef­ur rík­is­stjórn­ina yfir pásk­ana þá standa flokk­arn­ir frammi fyr­ir því að halda áfram eða slíta sam­starf­inu og mynda nýja rík­is­stjórn eða boða til kosn­inga.

Hvorki Sjálf­stæðis­flokk­ur né VG eru á þeim stað gagn­vart kjós­end­um að vilja fara í kosn­ing­ar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætti þó alltaf að vera reiðubú­inn í kosn­ing­ar með sína vel þekktu „kosn­inga­vél“ á kant­in­um en annað má segja um VG. Fram­sókn bíður átekta.

Bergþór Ólason:
„Verður fyr­ir­greiðslan á sviði út­lend­inga­mála eða hvað – eitt­hvað þarf VG til að rétta sinn hlut í könn­un­um?“

Ef Katrín gef­ur hins veg­ar ekki kost á sér til embætt­is for­seta Íslands, þá verður gam­an að sjá hvað VG-liðar fá í staðinn fyr­ir að halda odd­vit­an­um sín­um, lím­inu í rík­is­stjórn­inni, í for­sæt­is­ráðherra­stóln­um. Verður fyr­ir­greiðslan á sviði út­lend­inga­mála eða hvað – eitt­hvað þarf VG til að rétta sinn hlut í könn­un­um?“

Bergþór opnar okkur sýn í baktjaldamakkið. Í lok greinarinnar segir Bergþór:

„Í öllu falli er farsi fram und­an, hvort sem for­sæt­is­ráðherr­ann hverf­ur af vett­vangi eða ekki. Farsi sem sjálf­ur rit­höf­und­ur­inn Katrín Jak­obs­dótt­ir gæti ekki skáldað í næsta reyf­ara.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: