- Advertisement -

Segir stjórnmálamenn umgangast lýðveldið Ísland sem sitt einkafyrirtæki

Forsetakjör „Ég tel að stjórn­mála­menn hafi of lengi um­geng­ist í raun lýðveldið Ísland eins og að það sé einka­fyr­ir­tæki þeirra. Það eru aug­ljós­lega sam­grón­ing­ar milli stjórn­mála­flokk­anna á Íslandi. Valdið til­heyr­ir ekki þessu fólki. For­set­inn, sem eini þjóðkjörni maður­inn á þess­um rík­is­ráðsfund­um, þarf að gæta að hag al­menn­ings í land­inu, verja okk­ur fyr­ir ein­hvers­kon­ar of­stjórn, of­ríki og spill­ingu. Hann get­ur verið rödd heil­brigðrar skyn­semi þegar svona aðstæður koma upp,“ segir meðal annars í Moggaviðtali við Arnar Þór Jónsson.

En eins og með ráðherr­ana. Ef þú mynd­ir sem for­seti við þess­ar aðstæður segja, heyrðu fé­lagi þú get­ur hætt hér sem fjár­málaráðherra en þú ert ekki að fara að verða ut­an­rík­is­ráðherra á minni vakt, alla vega ekki strax. Þetta er bara stríðsyf­ir­lýs­ing.

„Já, ég held að það sé bara allt í lagi að þetta viðnám sé veitt. Ef við ætl­um að vera trú okk­ar stjórn­ar­skrá okk­ar með öllu því sem í henni felst með „checks and balances“, þá held ég að for­seti á svona stundu, bara sem dæmi, þurfi að veita raun­veru­legt viðnám.“

Fyrr í viðtalinu má finna þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Benediktsson.

„Ég tel til dæm­is að það sé býsna brýnt orðið að for­seti eigi al­var­leg sam­töl við ráðherra, til að mynda á rík­is­ráðsfundi, kalli ráðherra þangað inn til þess að ræða brýn­ustu stjórn­ar­mál­efni Íslands. Mér sýn­ist ekki vanþörf á því að stuðla að ein­hvers­kon­ar siðbót í ís­lensk­um stjórn­mál­um. For­seti gæti gert at­huga­semd­ir við að af stað fari hring­ekja þar sem ráðherra lát­ist vera að bera ábyrgð á verk­um sín­um en setj­ist svo að nokkr­um dög­um eða vik­um liðnum í ann­an ráðherra­stól. For­seti sam­kvæmt stjórn­ar­skrá skip­ar og veit­ir ráðherr­um lausn frá embætti. For­seti ber að þessu leyti ábyrgð á því hvernig stjórn­ar­farið er í land­inu ásamt rík­is­stjórn.“

Þú seg­ir að þú get­ir rætt þetta inni í rík­is­ráðinu, en ertu þá að halda því fram, af því að þú ert að vísa til Bjarna Bene­dikts­son­ar …

„Og Svandís­ar Svavars­dótt­ur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: