- Advertisement -

Óli Björn og ríkisstjórnin róa ekki í sömu átt

Ekki eru allir stjórnarliðar ánægðir með meðferð ríkisfjarmála. Óli Björn segir að við verðum að sætta okkur við að við höfum ekki efni á byggingu þjóðarhallar.

Efnahagsmál Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks er ekki par hrifinn að gjörðum varaformanns flokksins og fjármálaráðherra. Þórdís K.R. Gylfadóttir hefur verið ítrekað í fréttum vegna fjárútláta ríkissjóðs.

Þar er þjóðarhöll ofarlega á blaði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fylgt Þórdísi í málinu. Í grein Óla Björns í Mogganum segir á einum stað:

„Við verðum að sætta okk­ur við að rík­is­sjóður hef­ur ekki bol­magn til að ráðast í mörg verk­efni sem mörg­um kann að finn­ast nauðsyn­leg. Stofn­un rík­is­óperu er eitt, þjóðar­höll er annað, stofn­un rík­is­stofn­un­ar um mann­rétt­indi er þriðja. List­inn er því miður lengri.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Judie Foster fór fyrir upptökum í þáttunum True Detective. Óli Björn segir nóg komið.

Hér fer annar kafli úr grein Óla Björns:

„End­ur­greiðslur til er­lendra kvik­mynda­fyr­ir­tækja eru komn­ar úr bönd­un­um. Fjög­urra millj­arða end­ur­greiðsla til banda­rísks spennuþátt­ar sær­ir alla skyn­semi. Hækk­un á hlut­falli end­ur­greiðslu, sem gerð var í mik­illi sam­stöðu á þingi árið 2022, verður að fella úr gildi. Ekki verður hjá því kom­ist að end­ur­skoða höfuðborg­arsátt­mál­ann frá grunni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: