- Advertisement -

„Svo ætl­ar fólk að fara að kjósa hana á Bessastaði“

„Enda rím­ar þetta vel við það hvernig stalín­ist­ar vinna.“

Kristján Loftsson.

Stjórnmál „Þessi vinnu­brögð eru með hrein­um ólík­ind­um. Um­sókn Hvals hf. um leyfi til hval­veiða hef­ur legið óhreyfð í ráðuneyt­inu í hart­nær fjóra mánuði og nú fyrst er leitað um­sagna um hana og meira að segja til aðila sem ekk­ert hafa um málið að segja. Sam­kvæmt lög­um um hval­veiðar ber aðeins að leita um­sagn­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, ekki annarra,“ seg­ir Kristján Lofts­son fram­kvæmda­stjóri Hvals í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

„Um­sókn okk­ar um leyfi til hval­veiða barst mat­vælaráðuneyt­inu í ráðherratíð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, en þá var Svandís Svavars­dótt­ir kom­in í veik­inda­leyfi. Þetta seg­ir mér að Katrín hef­ur ekki verið að vinna vinn­una sína. Svo ætl­ar fólk að fara að kjósa hana á Bessastaði. Hún mun vænt­an­lega ekki svara nein­um fyr­ir­spurn­um sem til for­seta­embætt­is­ins ber­ast, verði hún kos­in, ef þetta eru vinnu­brögðin sem hún tem­ur sér. Enda rím­ar þetta vel við það hvernig stalín­ist­ar vinna,“ seg­ir Kristján, heitt í hamsi, í Mogga dagsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: