- Advertisement -

Hringsnúningur Ingu Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, virðist fara létt með að skipta skoðun á einstaka málum. Jafnvel málum þar sem mikið er undir. Inga tjáði sig um flóttafólk árið 2022 og svo aftur núna. Hún snerist eins og skopparakringla.

2022: Inga sagði á Alþingi 2022 þegar Rússar réðust inn í Úkraínu: „Virðulegi forseti. Ég segi og hvet ykkur öll: Við skulum ekki bara opna huga okkar og hjarta, við skulum ekki bara senda hvatningu og allt sem við getum til Úkraínu, við skulum líka opna heimili okkar hér ef þeir þurfa á því að halda. Það skiptir engu máli hvað við eigum margar íbúðir eða hvernig staðan er hér heima, við eigum alltaf meira en nóg fyrir þá sem þurfa á okkur að halda.“

2024: Inga Sæland sagði á Facebook fyrir nokkrum dögum: „Ég vil stöðva allt flæði hælisleitenda til landsins og það fyrir löngu síðan. Ísland er uppselt fyrir hælisleitendum það er ekki flóknara. Við erum enn að vinna úr á fimmta þúsund hælisumsóknum þar sem kostnaðurinn er gjörsamlega stjórnlaus.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: