- Advertisement -

Áslaug Arna leigði heimili umdeilds skýrsluhöfundar á Þjóðhátíð í Eyjum

„Hann hefur hvorki menntun né sérþekkingu á málaflokknum.“

dv.is

„Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leigði heimili Tryggva Hjaltasonar, sérfræðings hjá CCP, til þess að skemmta sér á nýafstaðinni Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ásamt vinahópi sínum. Tryggvi kláraði á dögunum umdeilda skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Spurningarmerki hefur verið sett við hæfi Tryggva til að vinna slíka skýrslu og þá vakti há þóknun, rúmlega 17 milljónir króna, sem hann fékk fyrir verkið mikla athygli,“ þannig byrjar eftirtektarverð fréttaskýring í DV.

„Skýrsla  Tryggva, sem tók 18 mánuði í vinnslu, var kynnt þann 6. júní síðastliðinn á blaðamannafundi sem Ásmundur Einar og Áslaug Arna boðuðu sameiginlega til. Þar héldu þau bæði erindi ásamt Tryggva sjálfum og lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðu mála og  að gripið yrði til aðgerða í málaflokknum. Skýrslan vakti talsverða athygli enda ítarlega unnin, byggð á viðtölum við fjölmarga einstaklinga í skólakerfinu og aðra sérfræðinga. Niðurstaða skýrslunnar var einnig sláandi en hún benti á að stöðu drengja í íslensku skólakerfi hefur verið að þróast í ranga átt undanfarin ár.

En skýrslan uppskar líka umtalsverða gagnrýni. Þannig þótti undarlegt að Tryggvi hefði verið ráðinn til verksins í ljósi þess að hann hefur hvorki menntun né sérþekkingu á málaflokknum,“ segir í DV.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er vitnað aftur í DV: „Einnig þótti aðferðafræðin við vinnslu skýrslunnar ruglingsleg og vinnubrögðin ekki uppfylla vísindalegar kröfur. Þannig hafi verið lagt upp með fyrirfram gefna niðurstöðu og fundin til gögn sem styðja við þá fullyrðingu. Öfugt við það sem tíðkast í fræðilegum rannsóknum. Tryggvi hefur sjálfur svarað þeirri gagnrýni á þá leið að ráðuneytinu hafi verið ljóst að hann væri ekki að fara að vinna akademíska skýrslu.“

Hér er aðeins meira:

„Áslaug Arna hefur um árabil verið reglulegur gestur á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum enda með margvísleg tengsl við eyjarnar fögru. Í ljósi umræðu um háa þóknun Tryggva Hjaltasonar við áðurnefnda skýrslu og þátttöku Áslaugar Örnu við að kynna hana þótti það skjóta skökku við að ráðherrann hafði afnot af húsi Tryggva við Ásaveg á nýafstaðinni hátíð. Bárust DV ábendingar um að ráðherrann dveldi þar í góðu yfirlæti á meðan í hátíðarhöldunum stóð en Tryggvi var á meðan í útilegu með fjölskyldu sína.“

Sjá nánar á dv.is.

Af þessu má ráða að valdafókið kanns sér ekki takmörk. Áslaug Arna hleður hratt á vagninn. Símtölin til lögreglustjóra á aðfangadag eftir að Bjarni Ben var handtekinn fyrir að brjóta sóttvarnarlög, einkaflug með Áslaugu Örn á þyrlu Landelgisgæslunnar, fram og til baka, svo hún gæri látið sjá sig á einhverri ráðsefnu, án þess að taka þar til máls og svo þetta nýjasta tilfelli.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: