- Advertisement -

Útvegurinn berst hart gegn ráðherranum

Fótgönguliðar útgerðarinnar á Alþingi eiga eftir að berjast hart gegn vilja ríkisstjórnarinnar.

Sem vænta mátti berst útgerðin hart gegn Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Það vissu svo sem allir að það myndi gerast. Það er mikið í húfi fyrir ríkissjóð, og útveginn. Þjóðin er „eigandi“ sjávarauðlindanna. Málum er þannig háttað að öll verðum við að leggja okkar af mörkum, vegna óráðsíu síðustu ára. Ekki síst þau okkar sem mest eiga og mest fá. Þar er útvegurinn í fyrsta sæti.

Baráttan er í fullum gangi. Fjarri fer að grunni útgerðanna sé stefnt í hættu. Útgerðin verður að taka hendur úr vösum og bera sig vel. Í einni af fréttum Moggans í dag um þetta mál. Þar eru taldar upp fimm ástæður fyrir þvermóðskunni. Þær fara hér á eftir

Fimm ástæður

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sé brot á viðtekn­um viðhorf­um…

„Ástæðurn­ar fyr­ir því að SFS sendi ekki inn um­sögn voru fimm. Sú fyrsta var sem fyrr seg­ir ónóg­ur tími.

Í öðru lagi bend­ir SFS á að ráðherra hafi neitað að veita aðgang að und­ir­liggj­andi gögn­um og út­reikn­ing­um, þrátt fyr­ir ít­rekaða beiðni. SFS seg­ist þegar hafa orðið áskynja um vill­ur í töl­un­um.

Í þriðja lagi hafi ráðherra enga til­raun gert til að meta áhrif frum­varps­ins, verði það að lög­um. Það leggi þunga byrði á hags­munaaðila, sem neyðist til að vinna þá vinnu sem stjórn­völd­um beri að sinna. Frum­varpið sæki stuðning í norsk­an veru­leika, en SFS seg­ir það krefjast ít­ar­legr­ar þekk­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi og markaðsum­hverfi Nor­egs, sem ómögu­legt sé að kynna sér á einni viku.

Í fjórða lagi er bent á að frum­varpið feli í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á skatt­lagn­ingu veiðigjalds, sem tengja eigi afurðaverði í öðru landi – Nor­egi. Nýtt og áður óreynt fyr­ir­komu­lag kalli á ít­ar­lega skoðun, sem ráðherra hafi al­gjör­lega van­rækt.

Í fimmta lagi full­yrða SFS að frum­varpið leggi skatt­skyldu á ís­lensk fyr­ir­tæki vegna verðmats á afurðum á norska markaðnum. Það sé brot á viðtekn­um viðhorf­um til skatt­lagn­ing­ar og stjórn­ar­skrár­bundn­um kröf­um.“

Þarna er eitt atriði deilunnar. Eru veiðigjöld skattar eða ekki skattar? Framundan er margt. Fótgönguliðar útgerðarinnar á Alþingi eiga eftir að berjast hart gegn vilja ríkisstjórnarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: