Fiskikóngurinn, Kristján Berg, hefur skilað umsögn þar sem hann segir það „…ólíðandi að vera fiskverkandi og vinna við það að selja og markaðssetja íslenskan fisk, en á sama tíma geta ekki með nokkru móti haft neitt aðgengi að íslensku hráefni. Íslenskur fiskur er lokaður inni í kerfi nokkurra aðila sem hafa keypt upp meiri hluta kvótans og þeir halda einnig á stærstu og öflugustu fiskvinnslum landsins.“
Hann lýsir ekki afstöðu til veiðigjalda en kallar eftir því að allur fiskur verði boðinn upp á fiskmörkuðum eða að minnsta kosti 10-30 prósent alls afla.
„Það verður að setja leikreglur og þessir aðilar verða að vera skyldugir til þess að landa einhverjum hluta inn á fiskmarkaðina. Ég treysti því að þið takið þetta föstum tökum.“