- Advertisement -

Fjöruverðlaunin afhent

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í Höfða í gær. Þau eru veitt í þremur flokkum: flokki fagurbókmennta, barna- og unglingabókmennta og flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Í flokki fagurbókmennta fékk verðlaun bókin Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur , í flokki barna- og unglingabókmennta var það Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis var varð Ofbeldi á heimili – Með augum barna, ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir, fyrir valinu.

Þetta í níunda skipti sem verðlaunin eru veitt en í fyrsta sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, Bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari þeirra. Venju samkvæmt fengu verðlaunahafar keramik-egg eftir listakonuna Koggu en að þessu sinni steig frú Vigdís Finnbogadóttir á svið og afhenti verðlaunahöfum gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.
Sjá nánar á vef Fjöruverðlauna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: