- Advertisement -

Flestar konur starfa í tveimur atvinnugreinum

Árið 2014 voru 177.700 manns starfandi á vinnumarkaði á íslandi, og voru rétt um helmingur karlar, eða 52,2%, og 47,8% voru konur. Stærstu atvinnugreinarnar eru verslun, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónusta. Vinnumarkaður skiptist talsvert eftir kyni og starfa 42% kvenna  hjá fyrirtækjum eða stofnunum sem heyra undir tvær atvinnugreinar, fræðslustarfsemi og  heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Þegar hlutfall starfandi fólks eftir atvinnugreinum í aðal- og aukastarfi er skoðað fyrir árið 2014 kemur í ljós að stærstu atvinnugreinarnar eru: Heild- og smásöluverslun 13,6%, fræðslustarfsemi 13,3%, heilbrigðis- og félagsþjónusta 12,2%, framleiðsla ýmiskonar 11,5%, rekstur gisti- og veitingastaða 6,8%, sérfræði-, vísinda- og tæknileg starfsemi 6,5%, byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 6,1% og flutningar og geymsla 6,1%.

Þegar atvinnugreinar eru skoðaðar þá sést að vinnumarkaðurinn skiptist að talsverðu leyti eftir kyni. Rúmlega 42% kvenna á vinnumarkaði starfa hjá hjá fyrirtækjum eða stofnunum sem heyra undir tvær atvinnugreinar, annars vegar fræðslustarfsemi og hins vegar heilbrigðis- og félagsþjónustu. Árið 2014 unnu 21,3% af öllum starfandi konum hjá fyrirtækjum eða stofnunum tengdum fræðslustarfsemi. Af þeim sem starfa í greininni voru konur 76,8% en hlutfall karla var 23,2%. Við heilbrigðis- og félagsþjónustu störfuðu 20,9% kvenna árið 2014 sem er 81,8% af öllu starfandi fólki í greininni. Flestir karlar, eða 15,2%, starfa við framleiðslu sem er 68,8% af öllum í greininni.

Sjá nánar hjá Hagstofunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: