- Advertisement -

Fótboltinn lifir alveg, þó þessi 12 lið fari á hausinn og þurfi að byrja frá byrjun

„Traust manna á að fólk sé heimskt ríður ekki einteymingi,“ skrifar Marinó G. Njálsson á Facebook.

 Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum.  Og svo kemur skýringin:

„Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ eins og segir í frétt visir.is um málið.

Greyið maðurinn.  Vegna þess að stóru félögin kunna ekki að reka sig með hagnaði, þá eiga þau að soga til sín allt fjármagnið í Evrópufótboltanum!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Líklega er lausnin á fjárhagsvanda stóru félaganna, að þau eiga að bjóða lægri upphæðir í leikmenn, bjóða leikmönnum lægri laun og fækka starfsfólki.  Reka þarf félögin, eins og fyrirtæki, þar sem menn rifa seglin meðan stormurinn gengur yfir.  Umgjörðin er greinilega orðin of mikil, búið er að spenna bogann og hátt.

Ég vona innilega að þessi Ofurdeild falli flatt á nefið og liðunum sem standa að henni og eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar verði vísað úr keppni þegar í stað.  Jafnframt vona ég að sama gerist í deildarkeppni á Englandi, Spáni og Ítalíu.  Vilji menn vera einangraðir, þá verða menn að sætta sig við að vera einangraðir alls staðar.  Menn geta ekki bara valið og hafnað.  Þó Arsenal sé mitt félag, þá verður liðið það ekki áfram, nema það dragi sig út úr þessari vitleysu.  Og hvaða „ofurlið“ mer jafntefli við Fulham og tapar fyrir Burnley á heimavelli?

Svona í lokin.  Fótboltinn lifir alveg, þó þessi 12 lið fari á hausinn og þurfi að byrja frá byrjun.  Glasgow Rangers hafa sannað að það tekur bara nokkur ár að fara frá gjaldþroti til þess að verða meistarar.  Real verður bara að fara þá leið, fyrst menn kunna ekki að reka klúbbinn réttu megin við núllið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: