- Advertisement -

Guðmundur Þ. gagnrýnir HSÍ hástöfum

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2023/11/22/arnarlax_nyr_bakhjarl_landslidsins_i_handbolta/?fbclid=IwAR33w-C95yfXRCXXnCR-sPYSyAeJCUAG6Bd2IZY9SaXqqhlfe0ixUlQqIu8

Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar.

Arnarlax var meðal annars fyrir nokkru síðan sektað af Matvælastofnun að upphæð 120 milljón króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Arnarlax sýndi þar fullkomið og vítavert aðgæsluleysi til skaða fyrir íslenska náttúru.

Þetta sjókvíaeldi er hörmulegur og mengandi iðnaður sem mun ganga af íslenskum náttúrulegum laxastofni dauðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: